Handbolti

Ljóst hvaða þjóðir verða með Ís­land á EM í hand­bolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason gat slakað á í dag enda unnu hans menn í þýska landsliðinu átján marka sigur í lokaleik sínum í undankeppni EM.
Alfreð Gíslason gat slakað á í dag enda unnu hans menn í þýska landsliðinu átján marka sigur í lokaleik sínum í undankeppni EM. Getty/ Bernd Weißbrod

Undankeppni Evrópumóts karla í handbolta lauk í dag en íslenska landsliðið vann þá sannfærandi tólf marka sigur í sínum síðasta leik. Ísland komst örugglega á EM alveg og lið allra íslensku þjálfanna en þau voru nokkur að berjast fyrir farseðli sínum í dag.

Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til átján marka heimasigurs á Tyrklandi, 44-26. Þýskaland vann sinn riðil en Austurríki tryggði sér annað sætið með 34-33 sigri á nágrönnum sínum í Sviss.

Dagur Sigurðsson stýrði Króatíu til tíu marka sigurs á Lúxemborg, 30-20, en króatíska landsliðið vann alla sex leiki sína í undankeppninni.

Ísland, Þýskaland og Króatía voru öll í hópi þeirra sextán þjóða sem voru örugg inn á EM fyrir lokaumferðina.

Færeyingar voru búnir að tryggja sér sæti á EM en tryggðu sér sigur í riðlinum með átta marka sigri á Úkraínu, 35-27.

Átta lið bættust síðan í hópinn í dag.

Pólland, Austurríki, Serbía og Norður Makedónía tryggðu sér annað sætið í sínum riðli og þar með sæti á EM 2026.

Ítalía, Sviss, Litháen og Rúmenía komust öll á EM með því að vera með besta árangurinn í þriðja sæti.

  • Þjóðir á EM í handbolta 2026:
  • Unnu sinn riðil
  • Ísland
  • Króatía
  • Þýskaland
  • Slóvenía
  • Ungverjaland
  • Spánn
  • Færeyjar
  • Portúgal
  • -
  • Urðu í öðru sæti í riðlinum
  • Norður Makaedónía
  • Svartfjallaland
  • Georgía
  • Serbía
  • Tékkland
  • Holland
  • Austurríki
  • Pólland
  • -
  • Voru með besta árangur í þriðja sætinu
  • Ítalía
  • Sviss
  • Litháen
  • Rúmenía



Fleiri fréttir

Sjá meira


×