Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2025 22:02 Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og kaffi. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Te og kaffi hefur um árabil verið ein stærsta kaffihúsakeðja á Íslandi. Í maí verður risabreyting á kaffimarkaði á Íslandi þegar Starbucks kemur í fyrsta sinn til landsins. Malasíska félagið Berjaya Food Berhad tilkynnti á dögunum að til standi að opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum bandaríska kaffirisans Starbucks, líklega þekktustu kaffihúsakeðju í heimi. Til stendur að opna eitt kaffihús á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur og samkvæmt heimildum fréttastofu verður hið síðara á Hafnartorgi, einnig í miðborginni. Nægt pláss á markaðnum enda Íslendingar sólgnir í kaffi Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te og kaffi segist fagna samkeppninni. „Við erum bara held ég eins og aðrir landsmenn spennt að sjá hvernig Starbucks kemur til með að vera hér, þetta er náttúrulega fyrirtæki sem allir þekkja, alþjóðleg stór kaffikeðja og við erum bara áhugasöm að sjá hvernig þetta kemur allt til með að líta út.“ Íslendingar séu kaffióð þjóð. Guðmundur segist því telja nægt pláss á markaðnum þrátt fyrir innkomu Starbucks. „Ég held það sé alveg pláss á innlendum markaði hjá þessari miklu kaffiþjóð sem við Íslendingar erum, ég held það sé pláss fyrir stóra alþjóðlega keðju eins og Starbucks og íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera að sinna þessum markaði í yfir fjörutíu ár.“ Óttast ekki að missa viðskipti ferðamanna Hann segist ekki óttast að missa viðskipti ferðamanna í miðborginni til Starbucks. „Ég held að margir sem komi til okkar séu fólk sem veit eitthvað um kaffi, kaffiáhugafólk og er sjálfsagt búin að afla sér upplýsinga um það áður en það kemur hvaða fyrirtæki það eru sem eru að gera bestu hlutina hér, þannig ég held að túristar komi áfram til með að heimsækja Te og kaffi þó þeir muni að sjálfsögðu heimsækja Starbucks líka.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira