„Hann er tekinn út úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2025 22:10 Benedikt á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. „Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
„Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins