Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2025 08:23 Dato’ Sydney Quays, forstjóri Berjaya Food Berhad. Starbucks Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. Í tilkynningu segir að kaffihúsin verði staðsett í miðbæ Reykjavíkur og verði tilkynnt um nákvæma staðsetningu og tímasetningu á opnun þeirra á næstu vikum. Í síðasta mánuði var sagt frá því á Vísi að framkvæmdir við byggingu Starbucks á Laugavegi 66-68 væri langt á veg komnar. Í tilkynningunni nú segir að rekstur kaffihúsanna sé í höndum Berjaya Food Berhad í gegnum systurfélag sitt Berjaya Food International, sem hafi tryggt sér rekstrarleyfi Starbucks í Finnlandi og Danmörku auk Íslands. Hönnun staðanna og þjónusta muni taka mið af því sem viðgengst á Starbucks í Malasíu. Á kaffihúsunum verði lögð áhersla á persónulegt og hlýlegt andrúmsloft með fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum og veitingum sem Starbucks sé þekkt fyrir um heim allan. „Við erum spennt að geta loksins kynnt Starbucks fyrir Íslendingum og vonumst til að kaffihúsin verði áfangastaður fyrir frábært kaffi og góðar samverustundir,“ er haft eftir Dato’ Sydney Quays, forstjóra Berjaya Food Berhad. „Við hlökkum til að kynna hið einstaka Starbucks andrúmsloft ásamt hlýlegri malasískri gestrisni. Á sama tíma leggjum við áherslu á að styrkja íslenskt samfélag með því að skapa atvinnu og eiga í samstarfi við innlend fyrirtæki með kaupum á vörum og þjónustu,“ bætir hann við. Starbucks rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús víða um heim. Starbucks Þá er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að það sé gleðiefni að auka viðveru félagsins á Norðurlöndum í samstarfi við traustan og langvarandi viðskiptafélaga, Berjaya Food Berhad. „Á grundvelli 26 ára samstarfs við Berjaya Food, hlökkum við til að tengjast enn fleiri viðskiptavinum í gegnum Starbucks kaffi og leggja metnað í að fjárfesta með varanlegum áhrifum í velferð starfsfólksins okkar og samfélagsins alls,“ er haft eftir Moir. Um Berjaya Food Berhad segir að um sé að ræða malasískt hlutafélag sem hafi verið stofnað í Malasíu árið 2009. Félagið eigi og reki ýmis þekkt vörumerki, þar á meðal Starbucks Coffee í Malasíu, Brúnei og á Íslandi, Paris Baguette í Malasíu og á Filippseyjum, auk Kenny Rogers Roasters í Malasíu. Að auki hafi félagið komið Joybean vörulínunni á markað í gegnum dótturfyrirtækið Bestari Food Trading. Starbucks var stofnað árið 1971 og rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús um allan heim. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Samstarf Fleiri fréttir Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaffihúsin verði staðsett í miðbæ Reykjavíkur og verði tilkynnt um nákvæma staðsetningu og tímasetningu á opnun þeirra á næstu vikum. Í síðasta mánuði var sagt frá því á Vísi að framkvæmdir við byggingu Starbucks á Laugavegi 66-68 væri langt á veg komnar. Í tilkynningunni nú segir að rekstur kaffihúsanna sé í höndum Berjaya Food Berhad í gegnum systurfélag sitt Berjaya Food International, sem hafi tryggt sér rekstrarleyfi Starbucks í Finnlandi og Danmörku auk Íslands. Hönnun staðanna og þjónusta muni taka mið af því sem viðgengst á Starbucks í Malasíu. Á kaffihúsunum verði lögð áhersla á persónulegt og hlýlegt andrúmsloft með fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum og veitingum sem Starbucks sé þekkt fyrir um heim allan. „Við erum spennt að geta loksins kynnt Starbucks fyrir Íslendingum og vonumst til að kaffihúsin verði áfangastaður fyrir frábært kaffi og góðar samverustundir,“ er haft eftir Dato’ Sydney Quays, forstjóra Berjaya Food Berhad. „Við hlökkum til að kynna hið einstaka Starbucks andrúmsloft ásamt hlýlegri malasískri gestrisni. Á sama tíma leggjum við áherslu á að styrkja íslenskt samfélag með því að skapa atvinnu og eiga í samstarfi við innlend fyrirtæki með kaupum á vörum og þjónustu,“ bætir hann við. Starbucks rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús víða um heim. Starbucks Þá er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að það sé gleðiefni að auka viðveru félagsins á Norðurlöndum í samstarfi við traustan og langvarandi viðskiptafélaga, Berjaya Food Berhad. „Á grundvelli 26 ára samstarfs við Berjaya Food, hlökkum við til að tengjast enn fleiri viðskiptavinum í gegnum Starbucks kaffi og leggja metnað í að fjárfesta með varanlegum áhrifum í velferð starfsfólksins okkar og samfélagsins alls,“ er haft eftir Moir. Um Berjaya Food Berhad segir að um sé að ræða malasískt hlutafélag sem hafi verið stofnað í Malasíu árið 2009. Félagið eigi og reki ýmis þekkt vörumerki, þar á meðal Starbucks Coffee í Malasíu, Brúnei og á Íslandi, Paris Baguette í Malasíu og á Filippseyjum, auk Kenny Rogers Roasters í Malasíu. Að auki hafi félagið komið Joybean vörulínunni á markað í gegnum dótturfyrirtækið Bestari Food Trading. Starbucks var stofnað árið 1971 og rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús um allan heim.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Samstarf Fleiri fréttir Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Sjá meira
Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51