Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2025 08:23 Dato’ Sydney Quays, forstjóri Berjaya Food Berhad. Starbucks Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. Í tilkynningu segir að kaffihúsin verði staðsett í miðbæ Reykjavíkur og verði tilkynnt um nákvæma staðsetningu og tímasetningu á opnun þeirra á næstu vikum. Í síðasta mánuði var sagt frá því á Vísi að framkvæmdir við byggingu Starbucks á Laugavegi 66-68 væri langt á veg komnar. Í tilkynningunni nú segir að rekstur kaffihúsanna sé í höndum Berjaya Food Berhad í gegnum systurfélag sitt Berjaya Food International, sem hafi tryggt sér rekstrarleyfi Starbucks í Finnlandi og Danmörku auk Íslands. Hönnun staðanna og þjónusta muni taka mið af því sem viðgengst á Starbucks í Malasíu. Á kaffihúsunum verði lögð áhersla á persónulegt og hlýlegt andrúmsloft með fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum og veitingum sem Starbucks sé þekkt fyrir um heim allan. „Við erum spennt að geta loksins kynnt Starbucks fyrir Íslendingum og vonumst til að kaffihúsin verði áfangastaður fyrir frábært kaffi og góðar samverustundir,“ er haft eftir Dato’ Sydney Quays, forstjóra Berjaya Food Berhad. „Við hlökkum til að kynna hið einstaka Starbucks andrúmsloft ásamt hlýlegri malasískri gestrisni. Á sama tíma leggjum við áherslu á að styrkja íslenskt samfélag með því að skapa atvinnu og eiga í samstarfi við innlend fyrirtæki með kaupum á vörum og þjónustu,“ bætir hann við. Starbucks rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús víða um heim. Starbucks Þá er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að það sé gleðiefni að auka viðveru félagsins á Norðurlöndum í samstarfi við traustan og langvarandi viðskiptafélaga, Berjaya Food Berhad. „Á grundvelli 26 ára samstarfs við Berjaya Food, hlökkum við til að tengjast enn fleiri viðskiptavinum í gegnum Starbucks kaffi og leggja metnað í að fjárfesta með varanlegum áhrifum í velferð starfsfólksins okkar og samfélagsins alls,“ er haft eftir Moir. Um Berjaya Food Berhad segir að um sé að ræða malasískt hlutafélag sem hafi verið stofnað í Malasíu árið 2009. Félagið eigi og reki ýmis þekkt vörumerki, þar á meðal Starbucks Coffee í Malasíu, Brúnei og á Íslandi, Paris Baguette í Malasíu og á Filippseyjum, auk Kenny Rogers Roasters í Malasíu. Að auki hafi félagið komið Joybean vörulínunni á markað í gegnum dótturfyrirtækið Bestari Food Trading. Starbucks var stofnað árið 1971 og rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús um allan heim. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaffihúsin verði staðsett í miðbæ Reykjavíkur og verði tilkynnt um nákvæma staðsetningu og tímasetningu á opnun þeirra á næstu vikum. Í síðasta mánuði var sagt frá því á Vísi að framkvæmdir við byggingu Starbucks á Laugavegi 66-68 væri langt á veg komnar. Í tilkynningunni nú segir að rekstur kaffihúsanna sé í höndum Berjaya Food Berhad í gegnum systurfélag sitt Berjaya Food International, sem hafi tryggt sér rekstrarleyfi Starbucks í Finnlandi og Danmörku auk Íslands. Hönnun staðanna og þjónusta muni taka mið af því sem viðgengst á Starbucks í Malasíu. Á kaffihúsunum verði lögð áhersla á persónulegt og hlýlegt andrúmsloft með fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum og veitingum sem Starbucks sé þekkt fyrir um heim allan. „Við erum spennt að geta loksins kynnt Starbucks fyrir Íslendingum og vonumst til að kaffihúsin verði áfangastaður fyrir frábært kaffi og góðar samverustundir,“ er haft eftir Dato’ Sydney Quays, forstjóra Berjaya Food Berhad. „Við hlökkum til að kynna hið einstaka Starbucks andrúmsloft ásamt hlýlegri malasískri gestrisni. Á sama tíma leggjum við áherslu á að styrkja íslenskt samfélag með því að skapa atvinnu og eiga í samstarfi við innlend fyrirtæki með kaupum á vörum og þjónustu,“ bætir hann við. Starbucks rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús víða um heim. Starbucks Þá er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að það sé gleðiefni að auka viðveru félagsins á Norðurlöndum í samstarfi við traustan og langvarandi viðskiptafélaga, Berjaya Food Berhad. „Á grundvelli 26 ára samstarfs við Berjaya Food, hlökkum við til að tengjast enn fleiri viðskiptavinum í gegnum Starbucks kaffi og leggja metnað í að fjárfesta með varanlegum áhrifum í velferð starfsfólksins okkar og samfélagsins alls,“ er haft eftir Moir. Um Berjaya Food Berhad segir að um sé að ræða malasískt hlutafélag sem hafi verið stofnað í Malasíu árið 2009. Félagið eigi og reki ýmis þekkt vörumerki, þar á meðal Starbucks Coffee í Malasíu, Brúnei og á Íslandi, Paris Baguette í Malasíu og á Filippseyjum, auk Kenny Rogers Roasters í Malasíu. Að auki hafi félagið komið Joybean vörulínunni á markað í gegnum dótturfyrirtækið Bestari Food Trading. Starbucks var stofnað árið 1971 og rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús um allan heim.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent