Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 12:31 Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur tekið risaskref í vetur. Vísir/Getty Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu. Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“ Golf Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Sjá meira
Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“
Golf Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Sjá meira