„Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 09:01 Xander Schauffele fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. EPA-EFE/ROBERT PERRY Xander Schauffele segist klár í slaginn fyrir komandi Masters-mót í golfi sem fram fer um helgina. Eftir frábært síðasta ár hefur hann átt í meiðslavandræðum á nýju ári. Schauffele fór mikinn á árinu 2024. Hann fagnaði sigri á tveimur af fjórum risamótum. Það fyrra vann hann í maí á Valhalla-vellinum er hann stóð uppi sem sigurvegari á PGA-meistaramótinu og fylgdi því eftir með sigri á Opna breska meistaramótinu í júlí. Schauffele er þriðji á heimslistanum en rifjameiðsli hafa strítt honum það sem af er ári. Þrátt fyrir það hefur hann komist í gegnum niðurskurð á 60 mótum í röð á PGA-mótaröðinni. Æfingum var frestað á Augusta-vellinum í Georgíu í gær vegna þrumuveðurs og rigninga. Schauffele sagði í viðtali í gær: „Ég get algjörlega unnið mótið. Ég væri ekki hérna ef ég tryði því ekki. Ég veit hvað ég er fær um þegar mér líður vel, þegar ég hugsa ekki um annað en að koma boltanum í holuna,“ „Ég hef verið að vinna í því að komast aftur á þann stað. Mér finnst ég hafa snúið hlutum við síðasta mánuðinn,“ segir Schauffele um heilsuna. „Á síðasta ári gekk mjög vel. Ef ég er heilbrigður, hreyfi mig vel, sveifla vel og haga undirbúningnum á réttan hátt veit ég alveg hvert það getur skilað mér,“ segir Schauffele sem hefur verið á meðal 18 efstu á síðustu ellefu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Masters-mótið hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4 frá fimmtudegi fram á sunnudag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld. Masters-mótið Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Schauffele fór mikinn á árinu 2024. Hann fagnaði sigri á tveimur af fjórum risamótum. Það fyrra vann hann í maí á Valhalla-vellinum er hann stóð uppi sem sigurvegari á PGA-meistaramótinu og fylgdi því eftir með sigri á Opna breska meistaramótinu í júlí. Schauffele er þriðji á heimslistanum en rifjameiðsli hafa strítt honum það sem af er ári. Þrátt fyrir það hefur hann komist í gegnum niðurskurð á 60 mótum í röð á PGA-mótaröðinni. Æfingum var frestað á Augusta-vellinum í Georgíu í gær vegna þrumuveðurs og rigninga. Schauffele sagði í viðtali í gær: „Ég get algjörlega unnið mótið. Ég væri ekki hérna ef ég tryði því ekki. Ég veit hvað ég er fær um þegar mér líður vel, þegar ég hugsa ekki um annað en að koma boltanum í holuna,“ „Ég hef verið að vinna í því að komast aftur á þann stað. Mér finnst ég hafa snúið hlutum við síðasta mánuðinn,“ segir Schauffele um heilsuna. „Á síðasta ári gekk mjög vel. Ef ég er heilbrigður, hreyfi mig vel, sveifla vel og haga undirbúningnum á réttan hátt veit ég alveg hvert það getur skilað mér,“ segir Schauffele sem hefur verið á meðal 18 efstu á síðustu ellefu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Masters-mótið hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4 frá fimmtudegi fram á sunnudag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld.
Masters-mótið Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira