Neytendastofa hjólar í hlaupara Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 14:01 Mari og Sigurjón Ernir hafa fengið skammir í hattinn frá Neytendastofu. Vísir Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson. Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi tekið þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu á því hvort rétt væri staðið að merkingum auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hafi nú tekið ákvarðanir í fimm málum tengdum skoðuninni. Aðeins fjórar slíkar er að finna á vef stofnunarinnar. Í þessum ákvörðunum sé fjallað um færslur á samfélagsmiðlum sem Neytendastofa hafi talið vera auglýsingar án þess að það fram kæmi nægilega skýrt fram. Hlauparar, leiðsögumaður og áhrifavaldur Á vef stofnunarinnar segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar í málum Mari Jaersk, Sigurjóns Ernis Sturlusonar, Matteo Meucci og Kyönu Sue Powers. Í máli Kyönu beindi stofnunin ákvörðun sinni að Kröftum media ehf., fyrirtækis í hennar eigu. Mari og Sigurjón Ernir hafa um árabil verið meðal fremstu ofurhlaupara landsins. Matteo er ítalskur jökla- og fjallaleiðsögumaður og Kyana er bandarískur áhrifavaldur sem vakið hefur talsverða athygli fyrir umfjöllun sína um útivist og ferðamennsku á Íslandi. Margvíslegar færslur Í öllum ákvörðunum segir að málin lúti að margvíslegum samfélagsmiðlafærslum sem Neytendastofa hafi orðið vör við á Instagram- og Tiktok-síðum fólksins í tilefni samræmdrar skoðunar neytendayfirvalda í Evrópu á duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Nánar tiltekið væri um að ræða samfélagsmiðlafærslur þar sem ýmis fyrirtæki væru merkt án þess að gerð væri grein fyrir að um auglýsingu væri að ræða. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu leggi bann við birtingu auglýsinga sé ekki tekið fram að um auglýsingar sé að ræða. Peningagreiðslur ekki skilyrði Í ákvörðununum segir að lögin taki til allrar atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort um einstakling eða fyrirtæki er að ræða, óháð stærð fylgjendahóps á samfélagsmiðlum og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem sýslað er með gegn endurgjaldi. Umfjöllun sem birt er á samfélagsmiðlum gegn endurgjaldi, hvort sem er í formi mynda, myndbanda eða texta séu ein tegund markaðssetningar og falli undir gildissvið laganna. Endurgjald í þessum skilningi geti verið í ýmsu formi, svo sem gjafir, vöruskipti, hlutfall af hagnaði sölu eða fjárgreiðslu. Ekki skipti máli hvort gjafir hafi verið sendar óumbeðnar eða að umfjöllun um vöru eða þjónustu lýsi persónulegri skoðun viðkomandi. Mega búast við sektum láti þau ekki af háttsemi sinni Í ákvörðununum segir að Neytendastofa telji að í fjölda samfélagsmiðlafærslna þar sem fyrirtæki, vörur þeirra eða þjónusta eru kynnt hafi ekki verið gerð grein fyrir því með fullnægjandi hætti að um auglýsingu hafi verið að ræða eða að endurgjald hafi komið fyrir umræddar samfélagsmiðlafærslur. Þá telji Neytendastofa að það hafi ekki áhrif á niðurstöður stofnunarinnar hvort að samfélagsmiðlafærslurnar hafi verið birtar að eigin frumkvæði. Það hvort færsla skuli merkt byggir á hlutlægum mælikvörðum á borð við viðskiptasamböndum viðkomandi við fyrirtæki það sem auglýst er fyrir og sem fjallað er um, óháð því hvort viðkomandi deilir raunverulegri skoðun sinni á vörunni eða ekki, enda ekki hægt að ganga úr skugga um að viðskiptatengsl hafi ekki áhrif á umfjöllunina Þannig hafi fólkið með villandi viðskiptaháttum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa telji nauðsynlegt að banna fólkinu að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. „Verði ekki farið að banninu má búast við að tekin verði ákvörðun um sekt.“ Samfélagsmiðlar Neytendur Hlaup Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi tekið þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu á því hvort rétt væri staðið að merkingum auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hafi nú tekið ákvarðanir í fimm málum tengdum skoðuninni. Aðeins fjórar slíkar er að finna á vef stofnunarinnar. Í þessum ákvörðunum sé fjallað um færslur á samfélagsmiðlum sem Neytendastofa hafi talið vera auglýsingar án þess að það fram kæmi nægilega skýrt fram. Hlauparar, leiðsögumaður og áhrifavaldur Á vef stofnunarinnar segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar í málum Mari Jaersk, Sigurjóns Ernis Sturlusonar, Matteo Meucci og Kyönu Sue Powers. Í máli Kyönu beindi stofnunin ákvörðun sinni að Kröftum media ehf., fyrirtækis í hennar eigu. Mari og Sigurjón Ernir hafa um árabil verið meðal fremstu ofurhlaupara landsins. Matteo er ítalskur jökla- og fjallaleiðsögumaður og Kyana er bandarískur áhrifavaldur sem vakið hefur talsverða athygli fyrir umfjöllun sína um útivist og ferðamennsku á Íslandi. Margvíslegar færslur Í öllum ákvörðunum segir að málin lúti að margvíslegum samfélagsmiðlafærslum sem Neytendastofa hafi orðið vör við á Instagram- og Tiktok-síðum fólksins í tilefni samræmdrar skoðunar neytendayfirvalda í Evrópu á duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Nánar tiltekið væri um að ræða samfélagsmiðlafærslur þar sem ýmis fyrirtæki væru merkt án þess að gerð væri grein fyrir að um auglýsingu væri að ræða. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu leggi bann við birtingu auglýsinga sé ekki tekið fram að um auglýsingar sé að ræða. Peningagreiðslur ekki skilyrði Í ákvörðununum segir að lögin taki til allrar atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort um einstakling eða fyrirtæki er að ræða, óháð stærð fylgjendahóps á samfélagsmiðlum og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem sýslað er með gegn endurgjaldi. Umfjöllun sem birt er á samfélagsmiðlum gegn endurgjaldi, hvort sem er í formi mynda, myndbanda eða texta séu ein tegund markaðssetningar og falli undir gildissvið laganna. Endurgjald í þessum skilningi geti verið í ýmsu formi, svo sem gjafir, vöruskipti, hlutfall af hagnaði sölu eða fjárgreiðslu. Ekki skipti máli hvort gjafir hafi verið sendar óumbeðnar eða að umfjöllun um vöru eða þjónustu lýsi persónulegri skoðun viðkomandi. Mega búast við sektum láti þau ekki af háttsemi sinni Í ákvörðununum segir að Neytendastofa telji að í fjölda samfélagsmiðlafærslna þar sem fyrirtæki, vörur þeirra eða þjónusta eru kynnt hafi ekki verið gerð grein fyrir því með fullnægjandi hætti að um auglýsingu hafi verið að ræða eða að endurgjald hafi komið fyrir umræddar samfélagsmiðlafærslur. Þá telji Neytendastofa að það hafi ekki áhrif á niðurstöður stofnunarinnar hvort að samfélagsmiðlafærslurnar hafi verið birtar að eigin frumkvæði. Það hvort færsla skuli merkt byggir á hlutlægum mælikvörðum á borð við viðskiptasamböndum viðkomandi við fyrirtæki það sem auglýst er fyrir og sem fjallað er um, óháð því hvort viðkomandi deilir raunverulegri skoðun sinni á vörunni eða ekki, enda ekki hægt að ganga úr skugga um að viðskiptatengsl hafi ekki áhrif á umfjöllunina Þannig hafi fólkið með villandi viðskiptaháttum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa telji nauðsynlegt að banna fólkinu að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. „Verði ekki farið að banninu má búast við að tekin verði ákvörðun um sekt.“
Samfélagsmiðlar Neytendur Hlaup Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira