„Sem betur fer spilum við innanhúss” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 30. janúar 2025 21:59 Justin James fór mikinn. vísir/diego Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. „Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
„Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira