Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 16:08 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Vísir/Vilhelm Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna. Talsverða athygli vakti þegar löng auglýsing birtist á Rúv í auglýsingahléinu fyrir áramótaskaupið, dýrasta auglýsingaplássi sem fæst keypt hér á landi. Það vakti helst athygli sökum þess að Isavia er í samkeppni við nákvæmlega engan um viðskiptavini. Meðal þeirra sem vöktu máls á auglýsingunni var Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og einn hluthafa í Isavia líkt og allir Íslendingar, eins og hann titlaði sig í aðsendri grein hér á Vísi í byrjun árs. Í grein sinni fullyrðir hann að birting auglýsingarinnar hafi kostað rétt rúmar þrjár milljónir króna og áætlar að framleiðslan hafi kostað annað eins. Nutu fulltingis samskiptafélags við smíði svargreinar Jón Cleon, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertók fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni, eftir að Vísir fjallaði um grein Skúla Gunnars. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Hann vísaði til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna undir fyrirsögninni „KEF – þar sem sögur fara á flug“. Morgunblaðið greindi frá því, með vísan til tölvupóstsamskipta starfsmanna Isavia, að félagið hafi keypt þjónustu samskiptafélagins Aton til þess að svara grein Skúla Gunnars. Hvatti Isavia til að gefa upp kostnaðinn Skúli Gunnar reit aðra grein nokkrum dögum seinna, þar sem hann sagði að auglýsingin hafi verið birt nokkrum sinnum á ljósvakamiðlum eftir að hann skrifaði fyrstu greinina. Því væri ljóst að kostnaður Isavia hefði aukist vegna auglýsingarinnar. „Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri.“ Þá hvatti hann Isavia til þess að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferðina, bæði heildarframleiðslukostnað og heildarbirtingarkostnað. „Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar.“ Isavia verður ekki góðfúslega við því Vísi lá einnig forvitni á að vita hversu miklu Isavia hefur eytt í auglýsinguna og sendi því fyrirspurn þess efnis á opinbera hlutafélagið. Þá var óskað eftir upplýsingum um kostnað Isavia af viðskiptum við samskipta- og auglýsingafyrirtæki undanfarin fimm ár. Svarið var einfalt: „Isavia deilir ekki upplýsingum um fjármál félagsins umfram það sem kemur fram í ársreikningum þess.“ Keflavíkurflugvöllur Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Talsverða athygli vakti þegar löng auglýsing birtist á Rúv í auglýsingahléinu fyrir áramótaskaupið, dýrasta auglýsingaplássi sem fæst keypt hér á landi. Það vakti helst athygli sökum þess að Isavia er í samkeppni við nákvæmlega engan um viðskiptavini. Meðal þeirra sem vöktu máls á auglýsingunni var Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og einn hluthafa í Isavia líkt og allir Íslendingar, eins og hann titlaði sig í aðsendri grein hér á Vísi í byrjun árs. Í grein sinni fullyrðir hann að birting auglýsingarinnar hafi kostað rétt rúmar þrjár milljónir króna og áætlar að framleiðslan hafi kostað annað eins. Nutu fulltingis samskiptafélags við smíði svargreinar Jón Cleon, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertók fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni, eftir að Vísir fjallaði um grein Skúla Gunnars. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Hann vísaði til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna undir fyrirsögninni „KEF – þar sem sögur fara á flug“. Morgunblaðið greindi frá því, með vísan til tölvupóstsamskipta starfsmanna Isavia, að félagið hafi keypt þjónustu samskiptafélagins Aton til þess að svara grein Skúla Gunnars. Hvatti Isavia til að gefa upp kostnaðinn Skúli Gunnar reit aðra grein nokkrum dögum seinna, þar sem hann sagði að auglýsingin hafi verið birt nokkrum sinnum á ljósvakamiðlum eftir að hann skrifaði fyrstu greinina. Því væri ljóst að kostnaður Isavia hefði aukist vegna auglýsingarinnar. „Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri.“ Þá hvatti hann Isavia til þess að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferðina, bæði heildarframleiðslukostnað og heildarbirtingarkostnað. „Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar.“ Isavia verður ekki góðfúslega við því Vísi lá einnig forvitni á að vita hversu miklu Isavia hefur eytt í auglýsinguna og sendi því fyrirspurn þess efnis á opinbera hlutafélagið. Þá var óskað eftir upplýsingum um kostnað Isavia af viðskiptum við samskipta- og auglýsingafyrirtæki undanfarin fimm ár. Svarið var einfalt: „Isavia deilir ekki upplýsingum um fjármál félagsins umfram það sem kemur fram í ársreikningum þess.“
Keflavíkurflugvöllur Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira