Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 14:33 Páll Gunnar Pálsson, til vinstri, er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ásmundur Tryggvason er forstjóri Styrkáss hf.. Vísir Samkeppniseftirlitið segir skýringar Styrkáss á því að hætt var við kaup félagins á Krafti ekki í samræmi við þær skýringar sem félagið gáfu eftirlitinu. Félögin hafi óskað trúnaðar um þær skýringar. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás. Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás.
Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira