Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2025 13:37 Hestamenn eru ósáttir við gjaldskrá Sorpu vegna losunar hrossataðs. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. Fjallað hefur verið ítarlega um málið í Morgunblaðinu. Í umfjöllun þeirra kom til dæmis fram að vandamálið væri tengt því að hrossatað væri flokkað sem spilliefni og það þyrfti því að farga því. Það mætti því ekki flokka það með lífrænum úrgangi. Þá kom einnig fram að vandamálið væri líka það mikla magn sem safnast fyrir. Einn sem Morgunblaðið ræddi við taldi að þetta myndi auka kostnað hans við hestamannasportið um nær eina milljón árlega. Í sameiginlegri tilkynningu Sorpu og hestamannafélaganna kemur fram að eftir að losunarstöðvum var lokað í október í fyrra hafi þau fljótlega fundað um verðskrána og að það sé vilji hjá Sorpu til að endurskoða hana. Þá kemur fram að einnig sé horft til annarra lausna. „Hrossatað er gott efni til uppgræðslu á gróðurvana land sem víða er að finna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Halda má því til haga að Heiðmörkin, útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins, er að miklu leyti grædd upp með búfjáráburði og þá aðallega hrossataðs af höfuðborgarsvæðinu. Fyrirhugað er að funda á næstu dögum með öðrum hagsmunaaðilum að farsælli lausn,“ segir að lokum í tilkynningunni. Sorpa Hestar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Fjallað hefur verið ítarlega um málið í Morgunblaðinu. Í umfjöllun þeirra kom til dæmis fram að vandamálið væri tengt því að hrossatað væri flokkað sem spilliefni og það þyrfti því að farga því. Það mætti því ekki flokka það með lífrænum úrgangi. Þá kom einnig fram að vandamálið væri líka það mikla magn sem safnast fyrir. Einn sem Morgunblaðið ræddi við taldi að þetta myndi auka kostnað hans við hestamannasportið um nær eina milljón árlega. Í sameiginlegri tilkynningu Sorpu og hestamannafélaganna kemur fram að eftir að losunarstöðvum var lokað í október í fyrra hafi þau fljótlega fundað um verðskrána og að það sé vilji hjá Sorpu til að endurskoða hana. Þá kemur fram að einnig sé horft til annarra lausna. „Hrossatað er gott efni til uppgræðslu á gróðurvana land sem víða er að finna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Halda má því til haga að Heiðmörkin, útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins, er að miklu leyti grædd upp með búfjáráburði og þá aðallega hrossataðs af höfuðborgarsvæðinu. Fyrirhugað er að funda á næstu dögum með öðrum hagsmunaaðilum að farsælli lausn,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Sorpa Hestar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira