Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 21:27 Þórir lyftir Evróputitlinum í leikslok. Facebooksíða EHF Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024 EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira