„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 22:20 Steinunn Björnsdóttir í baráttunni gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Marco Wolf Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. „Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“ EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20