„Þá rennur stressið af manni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 20:30 Andstæðingarnir eiga til að lenda í því að hanga í Elínu vegna gríðarlegs hraða hennar sem hún hefur sýnt óspart í Innsbruck hingað til. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. „Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
„Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira