Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 11:32 Borche Ilievski er í miklum metum hjá ÍR-ingum eftir að hafa gert frábæra hluti með liðið fyrir nokkrum árum. ÍR varð meðal annars nálægt því að verða Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2019. vísir/vilhelm Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrósuðu ÍR-ingum eftir að þeir unnu Íslandsmeistara Valsmanna í fyrsta leiknum undir stjórn Borche Ilievski. Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
„Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01
Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00