Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 12:00 Ólafur Ólafsson er GRINDVÍKINGURNN í augum flestra og nú hefur enginn annar spilar fleiri leiki fyrir félagið í úrvalsdeild karla. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira