„Ég þarf smá útrás“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2024 22:30 Þórey Rósa vonast til að geta fagnað svona á morgun. EPA-EFE/Beate Oma „Ég var ofboðslega svekkt af því að þetta var þarna, við hefðum getað þetta og allt það. Á sama tíma rosalega stolt af okkar frammistöðu, með hvaða hugarfari við komum inn í þennan leik og hvað við sýndum hvað í okkur býr,“ segir landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir um leik Íslands við Holland á EM í Innsbruck í gær. „Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
„Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira