Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 12:00 Ólafur Ólafsson er GRINDVÍKINGURNN í augum flestra og nú hefur enginn annar spilar fleiri leiki fyrir félagið í úrvalsdeild karla. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Benedikt í bann Körfubolti Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira
Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Benedikt í bann Körfubolti Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira