Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:42 Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í kvöld og var valin maður leiksins. Getty/Christina Pahnke „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31
„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09