Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 17:23 Festi á og rekur N1, Elko og Krónuna. vísir/egill Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut. Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það. Festi Samkeppnismál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það.
Festi Samkeppnismál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira