Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 09:20 Alba Hurup Larsen er styrkt af tískuvöruframleiðandanum Tommy Hilfiger. @f1academy Draumur hinnar fimmtán ára gömlu dönsku stelpu Ölbu Hurup Larsen er örugglega eitthvað sem þú heyrir ekki oft hjá stúlku á hennar aldri. Jú hana Ölbu dreymir ekki aðeins um að keppa í Formúlu 1 heldur um að vinna hana einn daginn. Hún er strax lögð af stað í þetta ævintýralega ferðalag sitt á toppinn í akstursíþróttaheiminum. Hversu langt hún kemst verður síðan að koma betur í ljós. Larsen fékk inngöngu í F1 akademíuna og mun þar taka þátt í leitinni að fyrstu konunni til að keppa í Formúlu 1. Fylgst verður vel með Ölbu og stelpunum í nokkur ár og þá kemur í ljós hvort einhver þeirra fer alla leið. „Ég heiti Alba Hurup Larsen og ég er fimmtán ára gömul. Ég vil verða fyrsta konan sem verður heimsmeistari í Formúlu 1,“ sagði Larsen í viðtali sem birtist á miðlum danska ríkisútvarpsins í fyrra. Hún fer þar aðeins yfir bílinn sinn, hvar hún situr og hvernig hún stýrir honum. „Ég vann Sjálandsmeistaramótið og þetta varð bara skemmtilegra og skemmtilegra. Ég skráði mig því í Girls on Track sem er sem mjög spennandi alþjóðlegt verkefni sem FIA hefur búið til með Ferrari,“ sagði Larsen. „Þar náði ég að vera fljótasta stelpa heims,“ sagði Larsen. „Aðalmarkmiðið er að komast i F1 akademíuna sem er kvennasería sem fer fram við hlið Formúlu 1. Það er oft keppt á sömu brautum og hún kallast Formúla 4,“ sagði Larsen. Hún hefur nú náð því markmiði sínu og tekur þátt í Formúlu 4 á næsta ári. Hún mun fá þar stuðning frá tískuframleiðandanum Tommy Hilfiger. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan sem og viðtal við hana þegar hún komst inn í akademíuna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) View this post on Instagram A post shared by F1 Academy (@f1academy) Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Jú hana Ölbu dreymir ekki aðeins um að keppa í Formúlu 1 heldur um að vinna hana einn daginn. Hún er strax lögð af stað í þetta ævintýralega ferðalag sitt á toppinn í akstursíþróttaheiminum. Hversu langt hún kemst verður síðan að koma betur í ljós. Larsen fékk inngöngu í F1 akademíuna og mun þar taka þátt í leitinni að fyrstu konunni til að keppa í Formúlu 1. Fylgst verður vel með Ölbu og stelpunum í nokkur ár og þá kemur í ljós hvort einhver þeirra fer alla leið. „Ég heiti Alba Hurup Larsen og ég er fimmtán ára gömul. Ég vil verða fyrsta konan sem verður heimsmeistari í Formúlu 1,“ sagði Larsen í viðtali sem birtist á miðlum danska ríkisútvarpsins í fyrra. Hún fer þar aðeins yfir bílinn sinn, hvar hún situr og hvernig hún stýrir honum. „Ég vann Sjálandsmeistaramótið og þetta varð bara skemmtilegra og skemmtilegra. Ég skráði mig því í Girls on Track sem er sem mjög spennandi alþjóðlegt verkefni sem FIA hefur búið til með Ferrari,“ sagði Larsen. „Þar náði ég að vera fljótasta stelpa heims,“ sagði Larsen. „Aðalmarkmiðið er að komast i F1 akademíuna sem er kvennasería sem fer fram við hlið Formúlu 1. Það er oft keppt á sömu brautum og hún kallast Formúla 4,“ sagði Larsen. Hún hefur nú náð því markmiði sínu og tekur þátt í Formúlu 4 á næsta ári. Hún mun fá þar stuðning frá tískuframleiðandanum Tommy Hilfiger. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan sem og viðtal við hana þegar hún komst inn í akademíuna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) View this post on Instagram A post shared by F1 Academy (@f1academy)
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira