Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2024 21:39 Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri tónleikanna í Skálholti en auk þess er hann stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. Hér er hann einbeittur á einni æfingunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hugur nemenda Menntaskólans að Laugarvatni er ekkert endilega við skólabækurnar þessa dagana því kór skólans er að fara að syngja á þrennum tónleikum í Skálholti með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Meirihluti nemenda er í kórnum. Það er heilmikil eftirvænting og spenna fyrir tónleikunum í Skálholti um næstu helgi en af þeim 135 nemendum, sem eru í Menntaskólanum að Laugarvatni þá eru um 100 nemendur í kórnum. Tvennir tónleikar verða haldnir laugardaginn 30. nóvember og er uppselt á þá báða en einhver laus sæti eru enn á tónleikana á föstudagskvöldinu 29. nóvember. Æfingar kórsins og Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands hafa staðið stíft yfir síðustu vikurnar og allt gengið mjög vel. „Og núna er það ekkert annað en megnið af nemendum Menntaskólans að Laugarvatni því þau eru nánast öll í kórnum þar undir dyggri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Og við erum að fara að flytja um næstu helgi má segja bara hlaðborð af glæsilegri jólatónlist, bæði sprell og gaman og líka háklassískri og hátíðlegri í bland. Einsöngvarar með okkur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Dísella Lárusdóttir sópransöngkona,” segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri. Æfingar fyrir tónleikana hafa gengið einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendum finnst mikill heiður að fá að syngja með sinfóníuhljómsveitinni og hvað þá í kirkjunni í Skálholti. „Þetta er bara rosalega spennandi verkefni og við erum öll bara mjög spennt fyrir þessu, það er svo skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu,” segir Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. En á Kolfinna einhverja skýringu á þessum miklu vinsældum kórsins í skólanum? „Það er bara stemmingin og andinn í kórnum, það eru allir svo góðir vinir og alltaf góð stemming á kóræfingum.” Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni, sem hlakkar mikið til jólatónleikanna eins og aðrir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Framhaldsskólar Jólalög Þjóðkirkjan Mest lesið Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Menning Arnór hættur með Sögu Lífið Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Húðrútína Önnu Guðnýjar Heilsa Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Fleiri fréttir Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Sjá meira
Það er heilmikil eftirvænting og spenna fyrir tónleikunum í Skálholti um næstu helgi en af þeim 135 nemendum, sem eru í Menntaskólanum að Laugarvatni þá eru um 100 nemendur í kórnum. Tvennir tónleikar verða haldnir laugardaginn 30. nóvember og er uppselt á þá báða en einhver laus sæti eru enn á tónleikana á föstudagskvöldinu 29. nóvember. Æfingar kórsins og Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands hafa staðið stíft yfir síðustu vikurnar og allt gengið mjög vel. „Og núna er það ekkert annað en megnið af nemendum Menntaskólans að Laugarvatni því þau eru nánast öll í kórnum þar undir dyggri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Og við erum að fara að flytja um næstu helgi má segja bara hlaðborð af glæsilegri jólatónlist, bæði sprell og gaman og líka háklassískri og hátíðlegri í bland. Einsöngvarar með okkur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Dísella Lárusdóttir sópransöngkona,” segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri. Æfingar fyrir tónleikana hafa gengið einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendum finnst mikill heiður að fá að syngja með sinfóníuhljómsveitinni og hvað þá í kirkjunni í Skálholti. „Þetta er bara rosalega spennandi verkefni og við erum öll bara mjög spennt fyrir þessu, það er svo skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu,” segir Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. En á Kolfinna einhverja skýringu á þessum miklu vinsældum kórsins í skólanum? „Það er bara stemmingin og andinn í kórnum, það eru allir svo góðir vinir og alltaf góð stemming á kóræfingum.” Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni, sem hlakkar mikið til jólatónleikanna eins og aðrir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Framhaldsskólar Jólalög Þjóðkirkjan Mest lesið Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Menning Arnór hættur með Sögu Lífið Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Húðrútína Önnu Guðnýjar Heilsa Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Fleiri fréttir Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Sjá meira