Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Hjörvar Ólafsson skrifar 15. nóvember 2024 21:04 Dedrick Deon Basile er í stóru hlutverki hjá Tindastólsliðinu. Vísir/Anton Brink Tindastóll lék á als oddi í fjórða leikhluta þegar liðið sótti Þór Þorlákshöfn heim í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í sjöundu umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 78-101 Tindastóli í vil en Skagfirðingar komust upp að hlið Stjörnunni á toppi deildarinnar með þessum sigri. Eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum fram í þriðja leikhluta byggði Tindastóll hægt og rólega upp forskot en flóðgáttirnar opnuðust svo upp á gátt í fjórða leikhluta. Dedrick Basile sem fékk sína fjórðu villu um miðbik þriðja leikhluta átti stóran þátt í að Tindastóll landaði að lokum 23 stiga sigri. Basile óð hvað eftir annað í gegnum hjartað í vörn Þórs Þorlákshafnar og skoraði með sínu uppáhalds skoti af millilöngu færi. Vörn Tindastóls þéttist jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og þegar yfir lauk náðu leikmenn liðsins að halda Þórsurum í 78 stigum sem er vel af sér vikið . Tindastól jafnaði Stjörnuna að stigum með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 12 stig á toppnum. Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Keflavík, Grindavík og Álftanes koma svo þar á eftir með átta stig hvert lið í þriðja til sjöunda sæti. Njarðvík tapaði óvænt fyrir ÍR í leik liðanna fyrr í kvöld. Atvik leiksins Alley oop karfa Sadio Doucoure um miðjan fjórða leikhluta kveikti heldur betur líf í leikmönnum, forráðamönnum og stuðningsmönnum Stólanna og eftir hana var það aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Stjörnur og skúrkar Giannis Agravanis var stigahæstur hjá Tindastóli með 27 stig en hann spilaði einnig flotta vörn í þessum leik. Basile kom næstur með sín 23 stig en eins og áður segir átti hann greiða leik að körfu Þórsara undir lok leiksins. Marreon Jackson dró vagninn í sóknarleik Þórs Þorlákshafnar en hann skoraði 28 stig í leiknum. Jackson nýtti vel þann tíma sem Basile sat á bekknum eftir að hann fékk sína fjórðu villu og sallaði niður stigum á þeim tíma. Eftir að Basile kom aftur inná slökknaði á Jackson og hann átti nokkur áhugaverð skot þegar Þórsarar þurftu sárlega á stigum að halda. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Gunnlaugur Briem stóðu sig vel í nokkuð erfiðum leik að dæma en þeir fá sjö í einkunni fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Vel var mætt í höllina í Þorlákshöfn í kvöld en gestirnir úr Skagafirðinum voru með öfluga stuðningssveit á bakvið sig. Heimamenn voru einnig vel studdir af sínu fólki. Léttur banter flaug á milli stuðningsmanna liðanna en allt fór þetta vel fram. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll
Tindastóll lék á als oddi í fjórða leikhluta þegar liðið sótti Þór Þorlákshöfn heim í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í sjöundu umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 78-101 Tindastóli í vil en Skagfirðingar komust upp að hlið Stjörnunni á toppi deildarinnar með þessum sigri. Eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum fram í þriðja leikhluta byggði Tindastóll hægt og rólega upp forskot en flóðgáttirnar opnuðust svo upp á gátt í fjórða leikhluta. Dedrick Basile sem fékk sína fjórðu villu um miðbik þriðja leikhluta átti stóran þátt í að Tindastóll landaði að lokum 23 stiga sigri. Basile óð hvað eftir annað í gegnum hjartað í vörn Þórs Þorlákshafnar og skoraði með sínu uppáhalds skoti af millilöngu færi. Vörn Tindastóls þéttist jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og þegar yfir lauk náðu leikmenn liðsins að halda Þórsurum í 78 stigum sem er vel af sér vikið . Tindastól jafnaði Stjörnuna að stigum með þessum sigri en liðin hafa hvort um sig 12 stig á toppnum. Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Keflavík, Grindavík og Álftanes koma svo þar á eftir með átta stig hvert lið í þriðja til sjöunda sæti. Njarðvík tapaði óvænt fyrir ÍR í leik liðanna fyrr í kvöld. Atvik leiksins Alley oop karfa Sadio Doucoure um miðjan fjórða leikhluta kveikti heldur betur líf í leikmönnum, forráðamönnum og stuðningsmönnum Stólanna og eftir hana var það aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Stjörnur og skúrkar Giannis Agravanis var stigahæstur hjá Tindastóli með 27 stig en hann spilaði einnig flotta vörn í þessum leik. Basile kom næstur með sín 23 stig en eins og áður segir átti hann greiða leik að körfu Þórsara undir lok leiksins. Marreon Jackson dró vagninn í sóknarleik Þórs Þorlákshafnar en hann skoraði 28 stig í leiknum. Jackson nýtti vel þann tíma sem Basile sat á bekknum eftir að hann fékk sína fjórðu villu og sallaði niður stigum á þeim tíma. Eftir að Basile kom aftur inná slökknaði á Jackson og hann átti nokkur áhugaverð skot þegar Þórsarar þurftu sárlega á stigum að halda. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Gunnlaugur Briem stóðu sig vel í nokkuð erfiðum leik að dæma en þeir fá sjö í einkunni fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Vel var mætt í höllina í Þorlákshöfn í kvöld en gestirnir úr Skagafirðinum voru með öfluga stuðningssveit á bakvið sig. Heimamenn voru einnig vel studdir af sínu fólki. Léttur banter flaug á milli stuðningsmanna liðanna en allt fór þetta vel fram.
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti