Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 10:01 Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fékk þá flóknu spurningu að svara hverjum hann líktist helst úr teiknimyndasögum, leitaði hann ráða hjá afastelpunum. Niðurstaðan var einróma: Hörður er eins og Kristján í Frozen því hann er svo mikill dýravinur. Vísir/RAX Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um klukkan hálf sjö alla daga vikunnar, stundum fyrr ef mikið er að gera. Væri alveg til í að sofa lengur um helgar en það gerist bara ekki, svo ég er oft búinn að vinna í einn eða tvo tíma áður en konan mín vaknar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt daginn á að hugleiða í tuttugu mínútur. Síðan elda ég ómótstæðilegan hafragraut fyrir okkur hjónin sem borinn er fram með heimagerðu múslíi og eplum. Ég fer síðan alltaf í göngutúr með hundinn minn Mola, algerlega óháð veðri. Á meðan lagar konan mín einstaklega gott kaffi sem ég drekk áður en ég fer í vinnuna.“ Ef þú værir hetja/karakter úr teiknimyndasögu, hver værir þú þá? Ég horfi mjög lítið á teiknimyndir og ákvað því að biðja tvær afastelpur að svara þessari flóknu spurningu. Einróma niðurstaða þeirra var Kristján í Frozen af því að hann væri svo mikill dýravinur.“ Hörður skipuleggur daginn í morgungönguferðunum með Mola. Hörður segir opið vinnurými tryggja gott aðgengi að sér á vinnustaðnum en til að vinna að ákveðnum verkefnum, blokkar hann yfirleitt nokkra hálfa daga í viku til að geta einbeitt sér að þeim. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Landsvirkjun er alltaf með ótrúlega mörg járn í eldinum. Mikill tími fer hjá mér þessa mánuðina að styðja við fólkið sem er að vinna að því að koma virkjanaframkvæmdum við Búrfellslund, Hvamm, stækkun Sigöldu og Þeistareykja í gang. Það eru líka miklar áskoranir tengdar slakri stöðu í vatnsbúskapnum þessa dagana. Það þarf að fylgjast náið með og ákveða hvernig við tökumst á við áhættu tengda henni. Svo vonum við bara innilega að það rigni meira uppi á hálendinu áður en það kemur hávetur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg helstu áherslur dagsins í morgungönguferðinni með Mola. Ég er líka með vikulega „maður-á-mann“ fundi með þeim sem heyra beint undir mig, svo stýri ég framkvæmdastjórnarfundum tvisvar í viku og svo framvegis. Þegar við fluttum í Katrínartúnið lögðum við af allar einkaskrifstofur og allt starfsfólk fór í opið vinnurými. Það er því auðvelt að nálgast mig með erindi en svo getur starfsfólk líka bókað tíma með mér í Outlook. Það er líka nauðsynlegt að taka frá tíma til að geta unnið að verkefnum svo ég blokka yfirleitt nokkra hálfa daga í hverri viku til þess.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt með bók ótengda vinnunni í rúmið um ellefuleytið en þá erum við hjónin aftur búin að fara í góðan göngutúr með Molann okkar.“ Kaffispjallið Landsvirkjun Tengdar fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um klukkan hálf sjö alla daga vikunnar, stundum fyrr ef mikið er að gera. Væri alveg til í að sofa lengur um helgar en það gerist bara ekki, svo ég er oft búinn að vinna í einn eða tvo tíma áður en konan mín vaknar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt daginn á að hugleiða í tuttugu mínútur. Síðan elda ég ómótstæðilegan hafragraut fyrir okkur hjónin sem borinn er fram með heimagerðu múslíi og eplum. Ég fer síðan alltaf í göngutúr með hundinn minn Mola, algerlega óháð veðri. Á meðan lagar konan mín einstaklega gott kaffi sem ég drekk áður en ég fer í vinnuna.“ Ef þú værir hetja/karakter úr teiknimyndasögu, hver værir þú þá? Ég horfi mjög lítið á teiknimyndir og ákvað því að biðja tvær afastelpur að svara þessari flóknu spurningu. Einróma niðurstaða þeirra var Kristján í Frozen af því að hann væri svo mikill dýravinur.“ Hörður skipuleggur daginn í morgungönguferðunum með Mola. Hörður segir opið vinnurými tryggja gott aðgengi að sér á vinnustaðnum en til að vinna að ákveðnum verkefnum, blokkar hann yfirleitt nokkra hálfa daga í viku til að geta einbeitt sér að þeim. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Landsvirkjun er alltaf með ótrúlega mörg járn í eldinum. Mikill tími fer hjá mér þessa mánuðina að styðja við fólkið sem er að vinna að því að koma virkjanaframkvæmdum við Búrfellslund, Hvamm, stækkun Sigöldu og Þeistareykja í gang. Það eru líka miklar áskoranir tengdar slakri stöðu í vatnsbúskapnum þessa dagana. Það þarf að fylgjast náið með og ákveða hvernig við tökumst á við áhættu tengda henni. Svo vonum við bara innilega að það rigni meira uppi á hálendinu áður en það kemur hávetur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg helstu áherslur dagsins í morgungönguferðinni með Mola. Ég er líka með vikulega „maður-á-mann“ fundi með þeim sem heyra beint undir mig, svo stýri ég framkvæmdastjórnarfundum tvisvar í viku og svo framvegis. Þegar við fluttum í Katrínartúnið lögðum við af allar einkaskrifstofur og allt starfsfólk fór í opið vinnurými. Það er því auðvelt að nálgast mig með erindi en svo getur starfsfólk líka bókað tíma með mér í Outlook. Það er líka nauðsynlegt að taka frá tíma til að geta unnið að verkefnum svo ég blokka yfirleitt nokkra hálfa daga í hverri viku til þess.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt með bók ótengda vinnunni í rúmið um ellefuleytið en þá erum við hjónin aftur búin að fara í góðan göngutúr með Molann okkar.“
Kaffispjallið Landsvirkjun Tengdar fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01
„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01
„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02
„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00
B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03