Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2024 11:01 Pavel hefur trú á því að Njarðvík geti staðið uppi sem Íslandsmeistari líkt og Valur. stöð 2 sport / vísir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon svöruðu spurningum Stefáns Árna Pálssonar á Körfuboltakvöldi eftir fimmtu umferð Bónus deildar karla. Meðal þess sem þeir veltu fyrir sér var hvort Höttur gæti fallið, hvort Stjarnan yrði deildarmeistari og hvort Njarðvík gæti orðið Íslandsmeistari. Njarðvík hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum og lagði nú nýlegast Íslandsmeistara Vals á heimavelli mjög örugglega. Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari? Lærisveinar Rúnars Inga, geta þeir orðið Íslandsmeistarar?, spurði Stefán Árni. „Ekki með þennan hóp, ef þeir fá einn leikmann í viðbót, já þá er alveg hægt að tala um það,“ svaraði Helgi Már. Hvernig leikmann viltu fá inn? „Bara einhvern einn skrokk í viðbót, góðan varnarmann og gæi sem getur refsað fyrir utan þegar hinir eru búnir að soga í sig varnarmennina. Þarf ekki að vera einhver snillingur, bara sómasamlegur leikmaður,“ lauk Helgi máli sínu. Já, hvort sem nýr leikmaður komi inn eða ekki Þá færðist sama spurning til Pavels sem brosti snöggt og vildi gefa góða fyrirsögn með svari sínu. „Ég segi já. Ég sagði áðan þegar við vorum að tala um leikinn að Njarðvík liti út eins og Valur núna, og Valsmenn eru Íslandsmeistarar er það ekki? Það þarf mjög margt að ganga upp en ég get alveg séð leið, hvort sem það komi nýr leikmaður eða ekki, að verða… Valur!“ Stefán tók undir og útskýrði fyrir Helga að bransinn snerist um að selja áður en hann færði sig yfir í spurninga sem hann spann á staðnum. Klippa: Framlenging fimmtu umferðar: Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari? Já Innslagið úr Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Njarðvík hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum og lagði nú nýlegast Íslandsmeistara Vals á heimavelli mjög örugglega. Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari? Lærisveinar Rúnars Inga, geta þeir orðið Íslandsmeistarar?, spurði Stefán Árni. „Ekki með þennan hóp, ef þeir fá einn leikmann í viðbót, já þá er alveg hægt að tala um það,“ svaraði Helgi Már. Hvernig leikmann viltu fá inn? „Bara einhvern einn skrokk í viðbót, góðan varnarmann og gæi sem getur refsað fyrir utan þegar hinir eru búnir að soga í sig varnarmennina. Þarf ekki að vera einhver snillingur, bara sómasamlegur leikmaður,“ lauk Helgi máli sínu. Já, hvort sem nýr leikmaður komi inn eða ekki Þá færðist sama spurning til Pavels sem brosti snöggt og vildi gefa góða fyrirsögn með svari sínu. „Ég segi já. Ég sagði áðan þegar við vorum að tala um leikinn að Njarðvík liti út eins og Valur núna, og Valsmenn eru Íslandsmeistarar er það ekki? Það þarf mjög margt að ganga upp en ég get alveg séð leið, hvort sem það komi nýr leikmaður eða ekki, að verða… Valur!“ Stefán tók undir og útskýrði fyrir Helga að bransinn snerist um að selja áður en hann færði sig yfir í spurninga sem hann spann á staðnum. Klippa: Framlenging fimmtu umferðar: Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari? Já Innslagið úr Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira