Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 11:46 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“ Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira