Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2024 07:01 Siguður, Hildur, Bragi Valdimar og Íris Mjöll fara yfir stöðu mála á markaðs- og auglýsingastofum. Framkvæmdastjórar fjögurra af stærstu markaðs- og auglýsingastofa landsins kannast við samdrátt undanfarna mánuði. Ekki hafi þó þurft að grípa til uppsagna nýlega og sums staðar hefur starfsfólki verið fjölgað. Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna, níu hjá Hvíta húsinu og fjórir hjá Ennemm. Framkvæmdastjórar stofanna sögðu kreppa að og sárt að þurfa að grípa til uppsagna. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fimm stórar stofur til viðbótar til að kanna stöðu mála þar. Fækkað um tvo hjá Brandenburg á árinu Bragi Valdimar Skúlason er framkvæmdastjóri hjá Brandenburg sem er ein stærsta stofa landsins. Þar hafi þurft að fækka um tvo á árinu. „Það eru augljóslega miklar áskoranir í þessum bransa, eins og alltaf þegar kreppir að. Fyrirtæki halda að sér höndum, fara í færri og smærri markaðsátök og halda eðlilega fast um budduna. Fyrirtæki hafa líka verið að byggja upp framleiðsludeildir innanhúss, sem er mikil áskorun fyrir hið hefðbundna rekstrarmódel auglýsingastofa,“ segir Bragi Valdimar. „Þetta kallar augljóslega á uppstokkun og endurhugsun. Við höfum þurft að segja upp tveimur stöðugildum fyrr á þessu ári, en um leið höfum við verið að þétta raðirnar. Okkar strategía er að styrkja okkur sem sköpunarstofu, eða „creative agency“ og því höfum við fengið til liðs við okkur nýjan formann stjórnar með mikla alþjóðlega reynslu, Furu Jóhannesdóttur, auk þess sem við réðum nú um mánaðamótin inn hönnuð með mjög fjölbreyttan bakgrunn.“ Fjölga fólki Hildur Hjartardóttir er framkvæmdastjóri hjá Hér og nú. „Við sáum þessa frétt einmitt líka en staðan hjá okkur er þvert á móti sú að við höfum verið að ráða inn og leita að fólki, sérstaklega í stafrænni birtingastjórnun,“ segir Hildur. „Við leggjum mikið upp úr árangri og plönum til lengri tíma sem skapar í raun tækifæri fyrir fyrirtækin okkar á tímum sem þessum. Við höfum líka lagt mikið upp úr því á síðustu misserum að skoða og fjárfesta í tækifærum í þessum geira, bæði hérlendis og erlendis, sem nýtast okkar viðskiptavinum í sinni markaðssetningu.“ Aukin eftirspurn en finna aðeins fyrir samdrætti Sigurður Svansson framkvæmdastjóri hjá Sahara segir fyrirtækið ekki hafa þurft að grípa til uppsagna síðustu mánuði. „Við höfum lítilega bætt við okkur starfsólki á árinu og finnum fyrir aukinni eftirspurn. Fyrirtæki eru vissulega að halda að sér höndunum og finnum við eitthvað fyrir því,“ segir Sigurður. „Markaðurinn er sömuleiðis að þróast samhliða aukins vægi stafrænna miðla og breytinga á ísensku auglýsingalandslagi. Sahara er í eðli sínu nokkuð ólíkt á markaði, borið saman við þau félög sem þú nefnir, með ríka áherslu á stafræna markaðssetningu,“ segir Sigurður og vísar til fréttarinnar af uppsögnum á Hvíta húsinu og Ennemm. Sérhæft fólk í miðlun efnis Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar, segir fyrirtækið ekki hafa gripið til uppsagna. Þvert á móti hafi verið ráðið inn fólk á árinu. „Það fólk sem við höfum ráðið inn er ekki að sinna „hefðbundinni“ auglýsingavinnu heldur sérhæfir það sig í miðlun efnis í gegnum samskipti, almannatengsl og samfélagsmiðla. Hjá okkur hefur önnur þjónusta en framleiðslu auglýsinga verið að stækka það er stafrænar birtingar og ráðgjöf auk eins og fyrr segir samskipti, samfélagsmiðlaefni og almannatengsl,“ segir Guðmundur. Guðmundur H. Pálsson er framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar. „Hvað varðar markaðinn þá erum við á tímum samdráttar með háum vöxtum og verðbólgu. Á þannig tímum hefur almennt verið dregið saman í markaðsaðgerðum hjá fyrirtækjum, þvert á okkar ráðgjöf. Þau fyrirtæki sem eru framsýn hafa á þeim tímum frekar gefið í hjá sér í markaðsaðgerðum og höfum við séð árangur af því, ásamt því að rannsóknir hafa sýnt fram á það.“ TBWA-Pipar hafi fundið fyrir áhyggjum hjá viðskiptavinum sínum út af stöðunni í samfélaginu, en ekki fundið fyrir minnkun. „Með auknu vöruframboði hjá okkur ásamt því að sækja nýja viðskiptavini höfum við ekki dregið saman í þeim verkefnum sem eru á stofunni okkar.“ Finna hjólin snúast hægar Íris Mjöll Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Brandr. Þar hafi ekki þurft að grípa til uppsagna vegna samdráttar á undanförnum mánuðum. „Nú þegar hjól atvinnulífsins eru að byrja að snúast eftir gott sumarfrí að þá finnum við þau að snúast hægar en oft áður.“ Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í tæp fjögur ár á miðvikudag og eru þeir nú níu prósent. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna, níu hjá Hvíta húsinu og fjórir hjá Ennemm. Framkvæmdastjórar stofanna sögðu kreppa að og sárt að þurfa að grípa til uppsagna. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fimm stórar stofur til viðbótar til að kanna stöðu mála þar. Fækkað um tvo hjá Brandenburg á árinu Bragi Valdimar Skúlason er framkvæmdastjóri hjá Brandenburg sem er ein stærsta stofa landsins. Þar hafi þurft að fækka um tvo á árinu. „Það eru augljóslega miklar áskoranir í þessum bransa, eins og alltaf þegar kreppir að. Fyrirtæki halda að sér höndum, fara í færri og smærri markaðsátök og halda eðlilega fast um budduna. Fyrirtæki hafa líka verið að byggja upp framleiðsludeildir innanhúss, sem er mikil áskorun fyrir hið hefðbundna rekstrarmódel auglýsingastofa,“ segir Bragi Valdimar. „Þetta kallar augljóslega á uppstokkun og endurhugsun. Við höfum þurft að segja upp tveimur stöðugildum fyrr á þessu ári, en um leið höfum við verið að þétta raðirnar. Okkar strategía er að styrkja okkur sem sköpunarstofu, eða „creative agency“ og því höfum við fengið til liðs við okkur nýjan formann stjórnar með mikla alþjóðlega reynslu, Furu Jóhannesdóttur, auk þess sem við réðum nú um mánaðamótin inn hönnuð með mjög fjölbreyttan bakgrunn.“ Fjölga fólki Hildur Hjartardóttir er framkvæmdastjóri hjá Hér og nú. „Við sáum þessa frétt einmitt líka en staðan hjá okkur er þvert á móti sú að við höfum verið að ráða inn og leita að fólki, sérstaklega í stafrænni birtingastjórnun,“ segir Hildur. „Við leggjum mikið upp úr árangri og plönum til lengri tíma sem skapar í raun tækifæri fyrir fyrirtækin okkar á tímum sem þessum. Við höfum líka lagt mikið upp úr því á síðustu misserum að skoða og fjárfesta í tækifærum í þessum geira, bæði hérlendis og erlendis, sem nýtast okkar viðskiptavinum í sinni markaðssetningu.“ Aukin eftirspurn en finna aðeins fyrir samdrætti Sigurður Svansson framkvæmdastjóri hjá Sahara segir fyrirtækið ekki hafa þurft að grípa til uppsagna síðustu mánuði. „Við höfum lítilega bætt við okkur starfsólki á árinu og finnum fyrir aukinni eftirspurn. Fyrirtæki eru vissulega að halda að sér höndunum og finnum við eitthvað fyrir því,“ segir Sigurður. „Markaðurinn er sömuleiðis að þróast samhliða aukins vægi stafrænna miðla og breytinga á ísensku auglýsingalandslagi. Sahara er í eðli sínu nokkuð ólíkt á markaði, borið saman við þau félög sem þú nefnir, með ríka áherslu á stafræna markaðssetningu,“ segir Sigurður og vísar til fréttarinnar af uppsögnum á Hvíta húsinu og Ennemm. Sérhæft fólk í miðlun efnis Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar, segir fyrirtækið ekki hafa gripið til uppsagna. Þvert á móti hafi verið ráðið inn fólk á árinu. „Það fólk sem við höfum ráðið inn er ekki að sinna „hefðbundinni“ auglýsingavinnu heldur sérhæfir það sig í miðlun efnis í gegnum samskipti, almannatengsl og samfélagsmiðla. Hjá okkur hefur önnur þjónusta en framleiðslu auglýsinga verið að stækka það er stafrænar birtingar og ráðgjöf auk eins og fyrr segir samskipti, samfélagsmiðlaefni og almannatengsl,“ segir Guðmundur. Guðmundur H. Pálsson er framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar. „Hvað varðar markaðinn þá erum við á tímum samdráttar með háum vöxtum og verðbólgu. Á þannig tímum hefur almennt verið dregið saman í markaðsaðgerðum hjá fyrirtækjum, þvert á okkar ráðgjöf. Þau fyrirtæki sem eru framsýn hafa á þeim tímum frekar gefið í hjá sér í markaðsaðgerðum og höfum við séð árangur af því, ásamt því að rannsóknir hafa sýnt fram á það.“ TBWA-Pipar hafi fundið fyrir áhyggjum hjá viðskiptavinum sínum út af stöðunni í samfélaginu, en ekki fundið fyrir minnkun. „Með auknu vöruframboði hjá okkur ásamt því að sækja nýja viðskiptavini höfum við ekki dregið saman í þeim verkefnum sem eru á stofunni okkar.“ Finna hjólin snúast hægar Íris Mjöll Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Brandr. Þar hafi ekki þurft að grípa til uppsagna vegna samdráttar á undanförnum mánuðum. „Nú þegar hjól atvinnulífsins eru að byrja að snúast eftir gott sumarfrí að þá finnum við þau að snúast hægar en oft áður.“ Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í tæp fjögur ár á miðvikudag og eru þeir nú níu prósent.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira