Indó lækkar líka vexti Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 15:30 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka. Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.” Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.”
Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira