„Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. október 2024 21:55 Ólafur Jónas Sigurðsson fékk draumabyrjun í kvöld í fyrsta leik með Stjörnuna Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, gat sennilega ekki beðið um betri byrjun en að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrsta leik haustsins en Stjarnan lagði Keflavík í kvöld 71-64. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira