Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 10:11 Caroline Ellison fyrir utan dómshús á Manhattan þar sem hún bar vitni gegn Sam Bankman-Fried í október í fyrra. AP/Eduardo Munoz Alvarez Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. Bankman-Fried hlaut 25 ára fangelsisdóm fyrir að svindla á fjárfestum og innistæðueigendum FTX fyrr á þessu ári. Sakfelling hans byggðist meðal annars á vitnisburði Ellison en þau Bankman-Fried höfðu meðal annars átt í ástarsambandi á tímabili. Ellison var forstjóri rafmyntavogunarsjóðsins Alameda Research. Bankman-Fried færði milljarða dollara ólöglega út úr FTX á laun til þess að bjarga því félagi þegar það skuldaði milljarða dollara vegna misheppnaðra fjárfestinga. Þegar fregnir af óráðsíu hjá FTX byrjuðu að berast út gerðu viðskiptavinir áhlaup á fyrirtækið. Það var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í nóvember 2022. „Ég skammast mín ákaflega fyrir það sem ég hef gert,“ sagði Ellison tárvot þegar hún bað alla þá sem urðu fyrir tjóni af völdum svikanna fyrir dómi. Dómarinn í máli Ellison féllst á tillögu saksóknara um að Ellison ætti skilið vægari refsingu vegna þess hversu einstaklega samvinnufús hún hefði verið við rannsókn málsins. Hún hefði játað sekt sína og borið vitni gegn Bankman-Fried. Saksóknari sagði að sér hefði þótt sérstaklega mikið til þess koma að Ellison hefði ekki reynt að komast undan réttvísinni heldur varið tveimur árum í að liðsinna rannsakendum málsins. Þrátt fyrir það taldi dómarinn nauðsynlegt að dæma Ellison til fangelsisvistar í ljósi þátttöku hennar í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna. Hún þarf að gefa sig fram til afpláningar 7. nóvember. Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Rafmyntir Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
Bankman-Fried hlaut 25 ára fangelsisdóm fyrir að svindla á fjárfestum og innistæðueigendum FTX fyrr á þessu ári. Sakfelling hans byggðist meðal annars á vitnisburði Ellison en þau Bankman-Fried höfðu meðal annars átt í ástarsambandi á tímabili. Ellison var forstjóri rafmyntavogunarsjóðsins Alameda Research. Bankman-Fried færði milljarða dollara ólöglega út úr FTX á laun til þess að bjarga því félagi þegar það skuldaði milljarða dollara vegna misheppnaðra fjárfestinga. Þegar fregnir af óráðsíu hjá FTX byrjuðu að berast út gerðu viðskiptavinir áhlaup á fyrirtækið. Það var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í nóvember 2022. „Ég skammast mín ákaflega fyrir það sem ég hef gert,“ sagði Ellison tárvot þegar hún bað alla þá sem urðu fyrir tjóni af völdum svikanna fyrir dómi. Dómarinn í máli Ellison féllst á tillögu saksóknara um að Ellison ætti skilið vægari refsingu vegna þess hversu einstaklega samvinnufús hún hefði verið við rannsókn málsins. Hún hefði játað sekt sína og borið vitni gegn Bankman-Fried. Saksóknari sagði að sér hefði þótt sérstaklega mikið til þess koma að Ellison hefði ekki reynt að komast undan réttvísinni heldur varið tveimur árum í að liðsinna rannsakendum málsins. Þrátt fyrir það taldi dómarinn nauðsynlegt að dæma Ellison til fangelsisvistar í ljósi þátttöku hennar í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna. Hún þarf að gefa sig fram til afpláningar 7. nóvember.
Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Rafmyntir Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57
Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent