Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2024 14:32 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors. Arion banki Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013. Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“ Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“
Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent