Skinkan langódýrust í Prís Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 12:01 Prís opnaði 17. ágúst og er enn ódýrasta matvöruverslunin. Vísir/Vilhelm Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér. Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Sjá meira
Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér.
Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Sjá meira
„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24
Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent