Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 17:09 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Arnar Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“ Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“
Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48