Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 11:24 Gunnlaugur Jónsson hefur um nokkurt skeið freistað þess að finna olíu innan lögsögu Íslands. Hann einbeitir sér nú að tæknilausnum á samfélagsmiðlum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. Greint er frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að félagið, stofnað árið 2008, hafi verið í 78 prósent eigu Landsbankans og 22 prósent í eigu félags Gunnlaugs Jónssonar. Í svari Rúnars Pálmasonar upplýsingafulltrúa Landsbankans við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að félagið hafi á sínum tíma fjárfest í orkuiðnaði og náttúruauðlindum. „Bankinn eignaðist meirihluta í félaginu árið 2013 og að fullu árið 2015 í tengslum við skuldauppgjör eiganda félagsins. Í skuldauppgjörinu var miðað við virði trygginga og var félagið metið verðlaust í bókum bankans,“ segir í svarinu. Það hafi því engin áhrif á bankann. Í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2010 kemur fram að félagið ætli að marka sér sess á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda, „fyrst og fremst olíu til að byrja með“. Haft er eftir Gunnlaugi Jónssyni að félagið hafi í upphafi ítök í olíugeiranum víðs vegar um heiminn og bindi miklar vonir við olíuvinnslu í íslenskri lögsögu. Fjárfesti félagið í olíuleitar– og vinnslufélögum sem staðsett voru í Noregi og Kanada, að því er fram kemur í umfjöllun DV. Bankinn hafi rekið félagið áfram í rúman áratug og freistað þess að snúa rekstri þess við en allt hafi komið fyrir ekki. Samtímis gjaldþroti Linda resources var áðurnefnt eignarhaldsfélag Gunnlaugs, Flói ehf, úrskurðað gjaldþrota. Gjaldþrot Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira
Greint er frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að félagið, stofnað árið 2008, hafi verið í 78 prósent eigu Landsbankans og 22 prósent í eigu félags Gunnlaugs Jónssonar. Í svari Rúnars Pálmasonar upplýsingafulltrúa Landsbankans við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að félagið hafi á sínum tíma fjárfest í orkuiðnaði og náttúruauðlindum. „Bankinn eignaðist meirihluta í félaginu árið 2013 og að fullu árið 2015 í tengslum við skuldauppgjör eiganda félagsins. Í skuldauppgjörinu var miðað við virði trygginga og var félagið metið verðlaust í bókum bankans,“ segir í svarinu. Það hafi því engin áhrif á bankann. Í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2010 kemur fram að félagið ætli að marka sér sess á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda, „fyrst og fremst olíu til að byrja með“. Haft er eftir Gunnlaugi Jónssyni að félagið hafi í upphafi ítök í olíugeiranum víðs vegar um heiminn og bindi miklar vonir við olíuvinnslu í íslenskri lögsögu. Fjárfesti félagið í olíuleitar– og vinnslufélögum sem staðsett voru í Noregi og Kanada, að því er fram kemur í umfjöllun DV. Bankinn hafi rekið félagið áfram í rúman áratug og freistað þess að snúa rekstri þess við en allt hafi komið fyrir ekki. Samtímis gjaldþroti Linda resources var áðurnefnt eignarhaldsfélag Gunnlaugs, Flói ehf, úrskurðað gjaldþrota.
Gjaldþrot Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26