Gúrkan hækkað um þúsund krónur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:49 Hrefna Sætran finnur fyrir vinsældum gúrkunnar hjá áhrifavöldum eins og Sunnevu Einars í innkaupaverðinu á gúrku. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman. Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman.
Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira