Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 22:02 Gréta María segir Prís ætla að hrista upp í fákeppnismarkaði. vísir/ívar fannar Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta. Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Viðskipti innlent Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Viðskipti erlent Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Viðskipti erlent Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Viðskipti innlent Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Viðskipti erlent Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Samstarf Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Viðskipti innlent Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Neytendur Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira
Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta.
Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Viðskipti innlent Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Viðskipti erlent Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Viðskipti erlent Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Viðskipti innlent Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Viðskipti erlent Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Samstarf Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Viðskipti innlent Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Neytendur Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira