Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 22:02 Gréta María segir Prís ætla að hrista upp í fákeppnismarkaði. vísir/ívar fannar Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta. Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta.
Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent