Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 16:00 Trump kemur á blaðamannafund í Mar-a-Lago í gær. AP/Alex Brandon Fullyrðingar Donalds Trump um að Bandaríkjaforseti ætti að hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabanka Bandaríkjanna hafa vakið áhyggjur af sjálfstæði bankans komist Trump aftur til valda. Trump telur sig hafa meira vit á peningum en stjórnendur bankans. Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira