Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marels í Norður Evrópu og einn gestgjafa Sjálbærniskóla Opna háskólans, segir nýsköpun nánast órjúfanlegan lið í sjálbærni því öll fyrirtæki þurfa að endurskoða rekstur sinn og starfsemi, finna nýjar lausnir og um leið að skapa ýmiss ný tækifæri. Vísir/Arnar Halldórsson Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum, segir nýsköpun einn af lykilþáttum sjálfbærni, sem um leið þýðir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, geta fyrir víst skapað sér ýmiss ný tækifæri til framtíðar. „Sjálfbærnin er hvati nýsköpunar, sem knýr fyrirtæki til að þróa nýjar vörur, þjónustu og ferla sem eru ekki aðeins umhverfisvæn heldur einnig viðskiptalega árangursrík. Þessi skurðpunktur sjálfbærni og nýsköpunar er kraftur sem umbreytir atvinnugreinum og skapar samkeppnisforskot.“ Með tilliti til þeirra breytinga sem framundan eru í atvinnulífinu, þar sem sjálfbærnikröfur eru að aukast verulega, heldur Atvinnulífið áfram að fræðast um sjálfbærni. Skór úr endurunnu sjávarplasti Ketill segir ein stærstu viðskiptatækifæri sjálfbærni felast í þeim nýju lausnum sem fyrirtæki um allan heim þurfa nú að huga að. „Því öll fyrirtæki neyðast til að endurskoða innri rekstur sinn og vöruhönnun til að lágmarka sóun, minnka kolefnisfótspor og nýta endurnýjanlegar auðlindir.“ Fjölmörg dæmi eru nú þegar sýnileg. Sum hver jafnvel þannig að um byltingarkenndar nýjungar er að ræða. „Sem dæmi vann Adidas í samstarfi við Parley for the Oceans skó úr endurunnu sjávarplasti,“ segir Ketill og bætir við: Íslenski sjávarklasinn er einnig dæmi um hvernig betri nýting sjávarafurða hvetur til nýsköpunar og verðmætaaukningar. Kerecis er síðan enn eitt dæmið um hvernig lausnamiðuð hugsun hjálpar til að nýta það sem áður var sorp í hágæða lækningarvörur.“ Árið 2017 kynnti Adidas framleiðslu á skóm sem unnir eru úr endurunnu plasti sem finnst í sjónum. Almennt séu fyrirtæki líka farin að leita leiða til að framleiða vörur með endurnýtingu í huga. Ikea er gott dæmi líka en einnig íslenski Sjávarklasinn og Keresic. Það góða við þær áskoranir sem fyrirtæki standa nú frammi fyrir, er að atvinnulífið kann í eðli sínu að aðlaga sig að breyttum þörfum viðskiptavina. „Þá fara fyrirtækin að þróa nýjar vörur og þjónustu til að mæta breyttum þörfum. Og í dag eru neytendur nú þegar farnir að óska í auknum mæli eftir vörum sem styðja sjálfbærni með umhverfisvernd og mannlegri nálgun, sem aftur þýðir að fyrirtæki eru að skapa sér ný viðskiptatækifæri og nýsköpun er í blóma.“ Nýtt viðhorf er líka ríkjandi. Þar sem hringrásarhagkerfið er í fyrirrúmi. „Vörur eru hannaðar til endurnotkunar, viðgerða og endurvinnslu. Fyrirtæki eins og IKEA fjárfesta í hringlaga viðskiptamódeli og bjóða upp á þjónustu til að endurnýja og endurselja notuð húsgögn. Þetta lengir ekki aðeins endingartíma vara heldur stuðlar einnig að tryggð viðskiptavina og opnar nýja tekjustrauma.“ Sjálfbærnin stuðlar einnig að endurskoðuðu viðhorfi gagnvart nýtingu auðlinda. „Sjálfbærnin þrýstir á að fyrirtæki hámarki nýtingu auðlinda og orkunotkunar. Þannig eru framleiðsluferli að gjörbreytast með tækni eins og gervigreind og Internet of things til að fylgjast með og draga úr orkunotkun,“ segir Ketill og nefnir sem dæmi: „Til dæmis notar tæki Marel í matvælaiðnaði sjálfvirkni til að spara orku og lágmarka vatnsnotkun en fyrirtækið hannar tækin líka svo þau hámarki öryggi starfsfólks.“ Aukin samkeppni vinnumarkaðarins um hæft fólk, þarf líka að taka tillit til sjálfbærni. „Sjálfbærniáhersla getur aukið vörumerkjaímynd fyrirtækis og laðað að sér hæfileikafólk. Nýsköpunarþenkjandi fagfólk laðast í auknum mæli að fyrirtækjum með sterka sýn í umhverfismálum. Þetta hæfileikaríka fólk kemur með skapandi lausnir og sjálfbærar nýjungar.“ Ketill segir sjálfbærni og nýsköpun því vera samtvinnuð atriði sem sjaldan hafa skipt jafn miklu máli og nú. „Sjálfbærni er ekki bara reglufesta eða markaðsátak, heldur öflugur drifkraftur nýsköpunar og umbóta. Með því að tileinka sér sjálfbæra starfshætti geta fyrirtæki uppgötvað ný viðskiptatækifæri, aukið hagkvæmni í rekstri og þróað nýjar vörur. Þetta samband sjálfbærni og nýsköpunar er jarðvegur fyrir seigari, samkeppnishæfara og framsýnni fyrirtæki.“ Nýsköpun Sjálfbærni Umhverfismál Tengdar fréttir Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fleiri fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
„Sjálfbærnin er hvati nýsköpunar, sem knýr fyrirtæki til að þróa nýjar vörur, þjónustu og ferla sem eru ekki aðeins umhverfisvæn heldur einnig viðskiptalega árangursrík. Þessi skurðpunktur sjálfbærni og nýsköpunar er kraftur sem umbreytir atvinnugreinum og skapar samkeppnisforskot.“ Með tilliti til þeirra breytinga sem framundan eru í atvinnulífinu, þar sem sjálfbærnikröfur eru að aukast verulega, heldur Atvinnulífið áfram að fræðast um sjálfbærni. Skór úr endurunnu sjávarplasti Ketill segir ein stærstu viðskiptatækifæri sjálfbærni felast í þeim nýju lausnum sem fyrirtæki um allan heim þurfa nú að huga að. „Því öll fyrirtæki neyðast til að endurskoða innri rekstur sinn og vöruhönnun til að lágmarka sóun, minnka kolefnisfótspor og nýta endurnýjanlegar auðlindir.“ Fjölmörg dæmi eru nú þegar sýnileg. Sum hver jafnvel þannig að um byltingarkenndar nýjungar er að ræða. „Sem dæmi vann Adidas í samstarfi við Parley for the Oceans skó úr endurunnu sjávarplasti,“ segir Ketill og bætir við: Íslenski sjávarklasinn er einnig dæmi um hvernig betri nýting sjávarafurða hvetur til nýsköpunar og verðmætaaukningar. Kerecis er síðan enn eitt dæmið um hvernig lausnamiðuð hugsun hjálpar til að nýta það sem áður var sorp í hágæða lækningarvörur.“ Árið 2017 kynnti Adidas framleiðslu á skóm sem unnir eru úr endurunnu plasti sem finnst í sjónum. Almennt séu fyrirtæki líka farin að leita leiða til að framleiða vörur með endurnýtingu í huga. Ikea er gott dæmi líka en einnig íslenski Sjávarklasinn og Keresic. Það góða við þær áskoranir sem fyrirtæki standa nú frammi fyrir, er að atvinnulífið kann í eðli sínu að aðlaga sig að breyttum þörfum viðskiptavina. „Þá fara fyrirtækin að þróa nýjar vörur og þjónustu til að mæta breyttum þörfum. Og í dag eru neytendur nú þegar farnir að óska í auknum mæli eftir vörum sem styðja sjálfbærni með umhverfisvernd og mannlegri nálgun, sem aftur þýðir að fyrirtæki eru að skapa sér ný viðskiptatækifæri og nýsköpun er í blóma.“ Nýtt viðhorf er líka ríkjandi. Þar sem hringrásarhagkerfið er í fyrirrúmi. „Vörur eru hannaðar til endurnotkunar, viðgerða og endurvinnslu. Fyrirtæki eins og IKEA fjárfesta í hringlaga viðskiptamódeli og bjóða upp á þjónustu til að endurnýja og endurselja notuð húsgögn. Þetta lengir ekki aðeins endingartíma vara heldur stuðlar einnig að tryggð viðskiptavina og opnar nýja tekjustrauma.“ Sjálfbærnin stuðlar einnig að endurskoðuðu viðhorfi gagnvart nýtingu auðlinda. „Sjálfbærnin þrýstir á að fyrirtæki hámarki nýtingu auðlinda og orkunotkunar. Þannig eru framleiðsluferli að gjörbreytast með tækni eins og gervigreind og Internet of things til að fylgjast með og draga úr orkunotkun,“ segir Ketill og nefnir sem dæmi: „Til dæmis notar tæki Marel í matvælaiðnaði sjálfvirkni til að spara orku og lágmarka vatnsnotkun en fyrirtækið hannar tækin líka svo þau hámarki öryggi starfsfólks.“ Aukin samkeppni vinnumarkaðarins um hæft fólk, þarf líka að taka tillit til sjálfbærni. „Sjálfbærniáhersla getur aukið vörumerkjaímynd fyrirtækis og laðað að sér hæfileikafólk. Nýsköpunarþenkjandi fagfólk laðast í auknum mæli að fyrirtækjum með sterka sýn í umhverfismálum. Þetta hæfileikaríka fólk kemur með skapandi lausnir og sjálfbærar nýjungar.“ Ketill segir sjálfbærni og nýsköpun því vera samtvinnuð atriði sem sjaldan hafa skipt jafn miklu máli og nú. „Sjálfbærni er ekki bara reglufesta eða markaðsátak, heldur öflugur drifkraftur nýsköpunar og umbóta. Með því að tileinka sér sjálfbæra starfshætti geta fyrirtæki uppgötvað ný viðskiptatækifæri, aukið hagkvæmni í rekstri og þróað nýjar vörur. Þetta samband sjálfbærni og nýsköpunar er jarðvegur fyrir seigari, samkeppnishæfara og framsýnni fyrirtæki.“
Nýsköpun Sjálfbærni Umhverfismál Tengdar fréttir Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fleiri fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00
Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01