Semur við ísraelskt lið stutt frá Gasa: „Besta tilboð sem ég hef fengið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 09:30 Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í Ísrael. vísir / sigurjón Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni. Mikill fjárhagslegur hvati var til staðar fyrir Sveinbjörn sem segist bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum. Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum.
Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira