Brutu sennilega samkeppnislög með ótímabærri markaðssetningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 22:22 Síminn hf undirritaði kaupsamning í júní um kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem heldur utan um innlendan rekstur Noona Labs ehf. Til stendur að Síminn Pay, dótturfyrirtæki Símans, muni stýra sameiginlegum rekstri fyrirtækjanna. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að fullbúin tilkynning um kaup Símans á öllu hlutafé Noona hafi verið tilkynnt Samkeppniseftirlitinu þann 4. júlí, og athugun eftirlitsins sé því nýhafin. Fari kaupin fram sem skyldi, mun Síminn taka yfir allan rekstur Noona labs á Íslandi. Þá segir að gögn gefi til kynna að samrunaaðilar hafi þegar hafið markaðssetningu gagnvart nýjum viðskiptavinum á grundvelli samrunans. Gögnin gefi jafnframt til kynna að Noona hafi náð til sín nýjum viðskiptavinum á grundvelli þessarar markaðssetningar. „Í samkeppnisrétti ESB/EES og íslenskum rétti er lögð á það áhersla að samrunafyrirtæki framkvæmi ekki samruna fyrr en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að rannsaka samkeppnisleg áhrif hans lögum samkvæmt,“ segir í mati eftirlitsins. Þess vegna sé mælt fyrir um skyldu Símans og Noona að láta af allri markaðssetningu á grundvelli samrunans. „Með bráðabirgðaákvörðun þessari er leitast við að tryggja að framkvæmd samrunans sé stöðvuð á meðan eftirlitið fjallar um hann. Í framhaldinu mun Samkeppniseftirlitið taka hin sennilegu brot til nánari rannsóknar,“ segir Samkeppniseftirlitið. Tekið er skýrt fram að í ákvörðuninni felist engin afstaða til kaupa Símans á Noona. Rannsókn sé á fyrstu stigum. Samkeppnismál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að fullbúin tilkynning um kaup Símans á öllu hlutafé Noona hafi verið tilkynnt Samkeppniseftirlitinu þann 4. júlí, og athugun eftirlitsins sé því nýhafin. Fari kaupin fram sem skyldi, mun Síminn taka yfir allan rekstur Noona labs á Íslandi. Þá segir að gögn gefi til kynna að samrunaaðilar hafi þegar hafið markaðssetningu gagnvart nýjum viðskiptavinum á grundvelli samrunans. Gögnin gefi jafnframt til kynna að Noona hafi náð til sín nýjum viðskiptavinum á grundvelli þessarar markaðssetningar. „Í samkeppnisrétti ESB/EES og íslenskum rétti er lögð á það áhersla að samrunafyrirtæki framkvæmi ekki samruna fyrr en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að rannsaka samkeppnisleg áhrif hans lögum samkvæmt,“ segir í mati eftirlitsins. Þess vegna sé mælt fyrir um skyldu Símans og Noona að láta af allri markaðssetningu á grundvelli samrunans. „Með bráðabirgðaákvörðun þessari er leitast við að tryggja að framkvæmd samrunans sé stöðvuð á meðan eftirlitið fjallar um hann. Í framhaldinu mun Samkeppniseftirlitið taka hin sennilegu brot til nánari rannsóknar,“ segir Samkeppniseftirlitið. Tekið er skýrt fram að í ákvörðuninni felist engin afstaða til kaupa Símans á Noona. Rannsókn sé á fyrstu stigum.
Samkeppnismál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent