Viktor Gísli lagðist undir hnífinn: „Best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ekki spilað handbolta síðan í lok febrúar þegar liðband í olnboganum rifnaði. Hann er nú laus úr spelku eftir aðgerð og farinn að æfa í lyftingasalnum. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann undanfarin tvö ár. Hann stefnir nú á að spila handbolta á ný, laus við alla verki. Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“ Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“
Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti