Samstarf

Brimborg lækkar verð á Polestar

Brimborg
Polestar 2 er hágæða rafbíll með afburða aksturseiginleika. Hann hefur komið gríðarsterkur inn á íslenskan rafbílamarkað.
Polestar 2 er hágæða rafbíll með afburða aksturseiginleika. Hann hefur komið gríðarsterkur inn á íslenskan rafbílamarkað.

Brimborg og bílaframleiðandinn Polestar hafa komist að samkomulagi um verðlækkun á Polestar 2. Um takmarkað magn er að ræða.

„Brimborg hefur eftir stífar en góða samningviðræður við Polestar tekist að fá verðlækkun á Polestar 2 bíla sem við eigum á lager núna. Það munar verulega um þetta því þetta er um 5,5% lækkun eða 500.000 krónur. Að auki tókst að semja um betra verð á hinum öfluga Performance pakka sem lækkaði um 24% eða 200.000 krónur,“ segir Gísli Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs Polestar.

Sterkur í íslenskum aðstæðum

Polestar 2 er hágæða rafbíll með afburða aksturseiginleika. Hann hefur komið gríðarsterkur inn á íslenskan rafbílamarkað og reynst afar vel. Polestar 2 er fáanlegur einsdrifs og fjórhjóladrifinn og er einstakur akstursbíll hvort sem er sumar eða vetur. 

Staðalbúnaður er mjög ríkulegur og ekki síst þegar kemur að örygginu. Þægindabúnaður er einnig mikill og má þar nefna app í símann til þess m.a. að tryggja að bíllinn sé heitur á köldum morgnum. Hann er jafnframt með frábært stýrikerfi frá Android Auto.

Performance útfærslan setur smá krydd í upplifunina með stillanlegu Öhlins fjöðruninni, Brembo bremsum, 20“ álfelgur og sínum 476.hestöflum sem skilar honum í 100km hraða á aðeins 4,4 sek.

Núna eru mikil tímamót hjá Polestar þar sem vöruúrvalið stækkar úr einum bíl upp í þrjá á þessu ári. Það er vel þess virði að líta við í Polestar Reykjavík og sjá Polestar 2, Polestar 3 og Polestar 4 saman í salnum.

Polestar 3 er nú í sýningarsal Polestar.Hulda Margrét
Polestar 4 er umhverfisvænasti bíll Polestar til þessa og er mættur í sýningarsalinn.Hulda Margrét

Stutt er síðan Polestar sendi frá sér fréttatilkynningu um að Polestar 4 væri umhverfisvænasti bíll þeirra til þessa, með lægra kolefnisspor en Polestar 2, þegar sá bíll kom fyrst á markað. Polestar birtir allar upplýsingar um kolefnisfótspor allra gerða sinna. Sænski rafbílaframleiðandinn telur að bílaiðnaðurinn ætti að vera drifkraftur í breytingunni til sjálfbærs hreyfanleika og að gagnsæi sé lykilatriði.

Polestar er sænskur framleiðandi hágæða rafbíla sem er staðráðinn í að bæta samfélagið með aðstoð hönnunar og tækni til að flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta. Með höfuðstöðvar í Gautaborg, Svíþjóð, eru bílar þess fáanlegir á netinu á 27 mörkuðum um allan heim í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíulöndum við Kyrrahaf.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×