Handbolti

Öruggt hjá Bjarka og fé­lögum í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson fagnar hér sigri með íslenska landsliðinu.
Bjarki Már Elísson fagnar hér sigri með íslenska landsliðinu. Getty/Tom Weller

Bjarki Már Elísson og félagar í Telekom Veszprém eru komnir í 1-0 úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn í handbolta.

Veszprém vann 35-28 sigur á OTP Bank-Pick Szeged í kvöld eftir að hafa verið 19-13 yfir í hálfleik.

Sigurinn var mjög sannfærandi eins og sjá má á úrslitunum en í lokin munaði sjö mörkum á liðunum.

Bjarki Már skoraði tvö mörk úr tveimur skotum en bæði mörkin hans komu undir lok leiksins. Hann kom Veszprém bæði í 33-24 og 34-25.

Egypski handboltamaðurinn Yahia Omar var atkvæðamestur með átta mörk. Frakkarnir Kentin Mahé og Ludovic Fabregas skoruðu báðir fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×