Lífið

Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
„Þetta er snilldaráminning!“ segir leikarinn um ljósin. 
„Þetta er snilldaráminning!“ segir leikarinn um ljósin.  Vísir/EPA

Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 

„Já, Ísland er alveg með þetta. Elska þetta,“ segir hann í myndbandinu, sem er með meira en þrjár milljónir áhorfa. Sjálfur er Will með 66 milljónir fylgjenda á miðlinum.

„Þetta er umferðarljós á Íslandi. Þetta er snilldaráminning!“ skrifar hann við myndbandið. 

Akureyríski miðillinn Kaffið.is vakti athygli á myndbandinu í gær. Þar segir að Smith hafi verið staddur á Íslandi við tökur á sjónvarpsþáttunum Welcome To Earth árið 2020. Þá heimsótti hann meðal annars Dettifoss og Stuðlagil.

Líklega var myndbandið tekið þá en ljóst er að það er ekki nýtt. Öruggt er að fullyrða að Akureyri er ekki orðin svona græn þrátt fyrir að brum sé víða komið á tré. 


Tengdar fréttir

Jada segir Chris Rock hafa boðið sér á stefnumót

Leikkonan Jada Pinkett Smith heldur því fram að grínistinn Chris Rock hafi boðið sér á stefnumót. Það hafi gerst þegar hún var gift Will Smith, en fyrr í vikunni greindi hún frá því að þau væru búin að vera skilin á borði og sæng í sjö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×