Innherji

Er­­lend fjár­­fest­­ing í sprot­­a­fyr­ir­tækj­um jókst mik­­ið og nam 28 millj­­örð­­um

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Sigurður Arnljótsson, formaður Framvís og meðeigandi að Brunni Ventures, segir að samhliða því sem vísiiðnaðurinn vaxi og dafni verði til æ fleiri og öflugri nýsköpunarfyrirtæki sem erlendir fjárfestar hafi áhuga á að fjárfesta í.
Sigurður Arnljótsson, formaður Framvís og meðeigandi að Brunni Ventures, segir að samhliða því sem vísiiðnaðurinn vaxi og dafni verði til æ fleiri og öflugri nýsköpunarfyrirtæki sem erlendir fjárfestar hafi áhuga á að fjárfesta í. samsett

Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022.


Tengdar fréttir

Ker­ec­is er fyrst­i ein­hyrn­ing­ur Ís­lands

Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala.

Skrán­ing Ocu­lis á Aðal­mark­að má rekja til á­hug­a frá fjár­fest­um

Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft.

Aldrei meir­a fjár­fest í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um en árið 2022

Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis.

Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala

Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×