Innherji

Stjórn­völd vilja ekki bjóða er­lendum fjár­festum upp á sér­stöðu Ís­lands

Hörður Ægisson skrifar
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir það vera eindregna skoðun sína að heillavænlegt væri að stefna að sölu á tilteknum minnihluta í Landsvirkjun, sem er núna alfarið í eigu ríkisins, samtímis því að fyrirtækið sé skráð á hlutabréfamarkað.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir það vera eindregna skoðun sína að heillavænlegt væri að stefna að sölu á tilteknum minnihluta í Landsvirkjun, sem er núna alfarið í eigu ríkisins, samtímis því að fyrirtækið sé skráð á hlutabréfamarkað.

Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.


Tengdar fréttir

Frum­­varp­­ ráðherra dregur ver­­u­­leg­­a úr erlendri fjárfestingu sem er lítil fyrir

Samtök atvinnulífsins gagnrýna að ekkert efnahagslegt mat liggi fyrir hver séu áhrif lagafrumvarps sem innleiði á rýni á erlendum fjárfestinga þjóðaöryggis. „Þau eru að öllum líkindum veruleg,“ segja samtökin, sem telja mikilvægt að stefna stjórnvalda liggi fyrir um beina erlenda fjárfestingu áður en ráðist sé í lagasetningu sem þessa. Erlend fjárfesting sé hlutfallslega lítil á Íslandi samanborið við önnur OECD ríki og hún hafi raunar dregist saman hér á landi undanfarin ár þegar litið sé til hlutfalls af landsframleiðslu.

Skulda­bréfa­markaðurinn verið að dýpka og veltu­hlut­fallið ekki hærra um ára­bil

Framkvæmdastjóri eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins furðar sig á umræðu um grunnan skuldabréfamarkað hérlendis, sem veltutölur sýni að hafi í reynd verið að dýpka fremur en hitt að undanförnu, en stjórnendur Seðlabankans hafa sagt ekki hægt að draga of miklar ályktanir til skemmri tíma um verðbólguálagið byggt á viðskipum á þeim markaði. „Hvenær var það þá síðast hægt?“, spyr hann og segir mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun þegar rætt sé um skilvirkni markaða.

Vilja fella niður margar tak­markanir á fjár­festingar­heimildum líf­eyris­sjóða

Seðlabankastjóri tekur undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um að rétt sé að afnema margar af þeim magnbundnu takmörkunum sem gilda um íslensku lífeyrissjóðanna, eins og meðal annars hámark á eignarhald í einstökum félögum, samhliða auknu eftirliti með starfsemi þeirra og bættri áhættustýringu. Starfshópur sem vinnur að grænbók um lífeyrissjóðakerfið er nú með til skoðunar að leggja til slíkar breytingar.  

„Hættan við of sam­ræmdar reglur á fjár­mála­markaði er sam­ræmið“

Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×