Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 12:24 Nú gustar um bankaráð Landsbankans vegna kaupanna á TM. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi bankans á föstudag að tillögu bankasýslunnar. Vísir/Sigurjón Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira