Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 12:24 Nú gustar um bankaráð Landsbankans vegna kaupanna á TM. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi bankans á föstudag að tillögu bankasýslunnar. Vísir/Sigurjón Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur