Innherji

Heitt hag­kerf­i held­ur inn­lend­u mat­væl­a­verð­i upp en það lækk­ar er­lend­is

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Kári S Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka og Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Verð á íslenskum búvörum hækkaði um næstum níu prósent á síðustu tólf mánuðum en innflutt matvæli hækkuðu um aðeins þrjú prósent.
Kári S Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka og Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Verð á íslenskum búvörum hækkaði um næstum níu prósent á síðustu tólf mánuðum en innflutt matvæli hækkuðu um aðeins þrjú prósent. Samsett

Verðbólga alþjóðlega í matvælum hefur farið lækkandi og er á svipuðum slóðum og áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Minni verðhækkanir á matvælum í Evrópu hefur verið fleytt áfram til íslenskra neytenda en innlend matvæli hafa hækkað umtalsvert. Hérlendis er nefnilega enn eftirspurnarþrýstingur, segja hagfræðingar.


Tengdar fréttir

Tók á sig hlut­a af verð­hækk­un­um „til að við­hald­a styrk vör­u­merkj­ann­a“

Framlegðarhlutfall Nathan & Olsen, einnar stærstu heildsölu landsins, dróst saman á milli ára þrátt fyrir tekjuaukningu sem var lítillega meiri en ársverðbólga. Forstjóri 1912, móðurfélags heildsölunnar, segir fyrirtækið hafa tekið á sig hluta af verðhækkunum en ekki fleytt þeim áfram að fullu til viðskiptavina í ljósi mikillar samkeppni og til að tryggja eftirspurn eftir vörunum. „Það er komin meiri ró á markaðinn eftir tvö ótrúleg ár sem einkenndust af miklum verðhækkunum og bjartari horfur í rekstri í ár,“ útskýrir hann.

Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna af­stöðu gegn verð­hækkunum

Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“

Vöxtum haldið óbreyttum fjórða fundinn í röð en óvissa minnkað eftir kjarasamninga

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við væntingar meirihluta markaðsaðila og greinenda, en segir að óvissa hafi minnkað eftir að kjarasamningar kláruðust á almennum vinnumarkaði. Nefndin varar hins vegar við hættu á launaskriði vegna spennu í þjóðarbúinu og að verðbólga kunni að reynast þrálát.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×