Tinder-notendur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn afsláttur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:38 Hægt er að borgar fyrir úrvalsþjónustu í Tinder-forritinu. Miðillinn notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að bjóða þeim sem höfðu ekki áhuga á þjónustunni persónusniðinn afslátt án þess að gera þeim grein fyrir því. Vísir/EPA Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim. Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram. Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira